Að eiga val Finnur Sveinsson skrifar 20. mars 2012 06:00 Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar