Innlent

Villa í útboðsgögnum

Herjólfur. Mynd úr safni.
Herjólfur. Mynd úr safni.
Eimskip, Samskip og Sæfærðir buðu í rekstur á Vestmannaeyjaferju fyrir árin 2012 til 2014 en opna átti tilboðin í dag. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, kom í ljós galli í svokallaðir vægistöflu í útboðsgögnunum svo fresta þarf opnunni um viku. Fyrirtækin þrjú fá því að fara yfir útboðsgögnin aftur og skila inn tilboðum. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í rekstur á ferjuleiðinni á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar annars vegar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar hinsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×