Um sambandsslit og stjórnarskrá 1944 18. október 2012 06:00 Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjölmiðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjörsókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Veraldarvefnum. Það er vissulega rétt að kjörsókn var mikil (98,61%) í þjóðaratkvæði um slit sambandsins við Dani og nýja stjórnarskrá, sem haldið var 20.-23. maí 1944. Rúm 97% þeirra sem atkvæði greiddu lýstu samþykki við sambandsslitin og 95% við lýðveldisstjórnarskrána. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Tvö mál voru á dagskrá þessa þjóðaratkvæðis og leikur enginn vafi á því að það var fyrra málið, sambandsslitin, sem olli þessari óvenjulegu kjörsókn. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918 mátti segja þeim upp eftir 25 ár og íslenska þjóðin var nær einhuga um að fylgja því eftir nú, þegar fresturinn var liðinn, enda mæltu allar aðstæður með því. Stjórnarskrárfrumvarpið sem Alþingi hafði samþykkt og var borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslunni fól nær eingöngu í sér breytingar sem tengdust sambandsslitunum, til dæmis að Ísland skyldi vera lýðveldi með þjóðkjörnum forseta í stað Danakonungs. Atkvæðin með sambandsslitunum voru um 1.500 fleiri en með stjórnarskránni. Með hliðsjón af umræðum á þessum tíma má ætla að í þeim hópi hafi til dæmis verið kjósendur sem vildu að landið yrði sjálfstætt konungsríki í stað lýðveldis, eða að forseti yrði þingkjörinn. Atriði sem tengdust ekki sambandsslitunum voru einfaldlega ekki ofarlega í huga fólks þegar slíkt stórmál var annars vegar. Stjórnarskrárfrumvarpið var undirbúið í sérstakri nefnd sem hafði í upphafi það hlutverk að fjalla um alla stjórnarskrána. Þegar nefndin skilaði af sér sagði hún: „[Nefndin skilar] með þessu stjórnarskrárfrumvarpi og greinargerð fyrri hluta þess verkefnis, er henni var falið, en mun áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að „undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“.“ (Alþingistíðindi A 1944 bls. 11–12). Hér þarf ekki frekar vitnanna við: Höfundurinn sjálfur, nefndin sem undirbjó frumvarpið, hefur litið svo á að verki hennar væri ekki lokið og hún ætlaði sér að vinna áfram að því. Þannig hófst þrautagangan sem enn er ekki lokið, um heildstæða samningu og samþykki stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Vonandi berum við gæfu til að ljúka henni á næstu mánuðum eða misserum. En hvernig stendur á því að menn berja höfðinu við steininn í umræðunni núna, kjósa að neita staðreyndum og halda því fram að stjórnarskráin hafi ekki verið hugsuð til bráðabirgða? Hverja eigum við frekar að spyrja um það en höfundana sjálfa? Er ekki nær að verja tíma, orku og prentsvertu í að ræða eitthvað annað? Niðurstaðan úr þessu greinarkorni er kristallstær: Mikil kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 er aðeins til marks um einhug þjóðarinnar um sambandsslitin. Hvorki kjörsókn né atkvæðatölur um stjórnarskrána segja okkur nokkuð marktækt um afstöðu kjósenda til annarra ákvæða í stjórnarskránni sem voru að langmestu leyti óhögguð og voru ekki í brennidepli enda stóð til að breyta þeim fljótlega. Og almennt var litið á nýju stjórnarskrána sem bráðabirgðaáfanga sem þó væri nauðsynlegur vegna þess sem meira var; sambandsslitin sjálf. Starfinu að stjórnarskrá hins nýja lýðveldis yrði haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að undanförnu í mikilvægum fjölmiðlum á borð við Kastljós RÚV að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944 hafi verið samþykkt í góðri sátt og eindrægni. Mikil kjörsókn og hátt hlutfall atkvæða með stjórnarskránni sé til marks um þetta. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkur atriði sem finna má í handbókum eins og Öldinni okkar eftir Gils Guðmundsson eða Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson, auk heimilda á Veraldarvefnum. Það er vissulega rétt að kjörsókn var mikil (98,61%) í þjóðaratkvæði um slit sambandsins við Dani og nýja stjórnarskrá, sem haldið var 20.-23. maí 1944. Rúm 97% þeirra sem atkvæði greiddu lýstu samþykki við sambandsslitin og 95% við lýðveldisstjórnarskrána. En þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Tvö mál voru á dagskrá þessa þjóðaratkvæðis og leikur enginn vafi á því að það var fyrra málið, sambandsslitin, sem olli þessari óvenjulegu kjörsókn. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918 mátti segja þeim upp eftir 25 ár og íslenska þjóðin var nær einhuga um að fylgja því eftir nú, þegar fresturinn var liðinn, enda mæltu allar aðstæður með því. Stjórnarskrárfrumvarpið sem Alþingi hafði samþykkt og var borið undir þjóðina í atkvæðagreiðslunni fól nær eingöngu í sér breytingar sem tengdust sambandsslitunum, til dæmis að Ísland skyldi vera lýðveldi með þjóðkjörnum forseta í stað Danakonungs. Atkvæðin með sambandsslitunum voru um 1.500 fleiri en með stjórnarskránni. Með hliðsjón af umræðum á þessum tíma má ætla að í þeim hópi hafi til dæmis verið kjósendur sem vildu að landið yrði sjálfstætt konungsríki í stað lýðveldis, eða að forseti yrði þingkjörinn. Atriði sem tengdust ekki sambandsslitunum voru einfaldlega ekki ofarlega í huga fólks þegar slíkt stórmál var annars vegar. Stjórnarskrárfrumvarpið var undirbúið í sérstakri nefnd sem hafði í upphafi það hlutverk að fjalla um alla stjórnarskrána. Þegar nefndin skilaði af sér sagði hún: „[Nefndin skilar] með þessu stjórnarskrárfrumvarpi og greinargerð fyrri hluta þess verkefnis, er henni var falið, en mun áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að „undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt“.“ (Alþingistíðindi A 1944 bls. 11–12). Hér þarf ekki frekar vitnanna við: Höfundurinn sjálfur, nefndin sem undirbjó frumvarpið, hefur litið svo á að verki hennar væri ekki lokið og hún ætlaði sér að vinna áfram að því. Þannig hófst þrautagangan sem enn er ekki lokið, um heildstæða samningu og samþykki stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland. Vonandi berum við gæfu til að ljúka henni á næstu mánuðum eða misserum. En hvernig stendur á því að menn berja höfðinu við steininn í umræðunni núna, kjósa að neita staðreyndum og halda því fram að stjórnarskráin hafi ekki verið hugsuð til bráðabirgða? Hverja eigum við frekar að spyrja um það en höfundana sjálfa? Er ekki nær að verja tíma, orku og prentsvertu í að ræða eitthvað annað? Niðurstaðan úr þessu greinarkorni er kristallstær: Mikil kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 er aðeins til marks um einhug þjóðarinnar um sambandsslitin. Hvorki kjörsókn né atkvæðatölur um stjórnarskrána segja okkur nokkuð marktækt um afstöðu kjósenda til annarra ákvæða í stjórnarskránni sem voru að langmestu leyti óhögguð og voru ekki í brennidepli enda stóð til að breyta þeim fljótlega. Og almennt var litið á nýju stjórnarskrána sem bráðabirgðaáfanga sem þó væri nauðsynlegur vegna þess sem meira var; sambandsslitin sjálf. Starfinu að stjórnarskrá hins nýja lýðveldis yrði haldið áfram.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar