Komast með hundruð milljarða úr landi þrátt fyrir höft Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2012 20:27 Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir stjórnvöld á Íslandi ekki átta sig á alvarleika þess, fái erlendir vogunarsjóðir að komast með mörg hundruð milljarða úr þrotabúum gömlu bankanna. Þetta sé mismunun, þar sem sjóðirnir séu að fá að taka fé úr íslenska kerfinu meðan gjaldeyrishöft eru í gildi. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn þá er unnið hörðum höndum að því að klára nauðasamninga við kröfuhafa, sem eiga kröfu í bú Glitnis og Kaupþings. Samningarnir verða að óbreyttu kláraðir á næstum vikum en greiðslur til kröfuhafa geta þó að líkindum ekki farið fram fyrr en í byrjun næsta árs. Lagt er upp með það að reiðufé búanna í erlendri mynt, sem er yfir 700 milljarðar króna, verði greitt út til kröfuhafa, en stærstur hluti þeirra eru erlendir vogunar- og skuldabréfasjóðir. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðinu segir nauðasamningana um margt einkennilega. „Þetta er virkilega stórt mál og skiptir öllu upp á hvernig gengur komandi misseri og ár. Mér þykja stjórnvöld ekki skilja eða bera skynbragð á alvarleika málsins." Heiðar Már segir að erlendir vogunarsjóðir séu að fara fá mörg hundruð milljarða í erlendum gjaldeyri, á grundvelli undaþágu frá gjaldeyrishöftum, þrátt fyrir að þeir hafi fjárfest í kröfum sínum eftir hrunið, eftir að höftin voru sett á. „Þeir vissu af neyðarlögunum og vissu af gjaldeyrishöftunum en fjárfestu engu að síður á Íslandi. Þessi aðilar sitja núna allir ásamt ríkisstjórn Íslands og Seðlabankanum við eitt borð. Það á að leyfa einum þessara aðila að standa upp frá borðinu og hirða alla bestu bitana með sér á leiðinni út. Það skilur hina eftir í súpunni." Og Heiðar Már segir að í hans huga kom aðeins eitt til greina. „Það þarf auðvitað að fresta nauðarsamingur. Það er ekki hægt að skrifa slíka samninga út frá þeirri forsendu að erlendir aðilar séu rétthærri en aðrir aðilar — að þeir megi taka verðmæti úr landi, að þeir séu undanþegnir höftum sem aðrir þurfa að búa við." Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir stjórnvöld á Íslandi ekki átta sig á alvarleika þess, fái erlendir vogunarsjóðir að komast með mörg hundruð milljarða úr þrotabúum gömlu bankanna. Þetta sé mismunun, þar sem sjóðirnir séu að fá að taka fé úr íslenska kerfinu meðan gjaldeyrishöft eru í gildi. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn þá er unnið hörðum höndum að því að klára nauðasamninga við kröfuhafa, sem eiga kröfu í bú Glitnis og Kaupþings. Samningarnir verða að óbreyttu kláraðir á næstum vikum en greiðslur til kröfuhafa geta þó að líkindum ekki farið fram fyrr en í byrjun næsta árs. Lagt er upp með það að reiðufé búanna í erlendri mynt, sem er yfir 700 milljarðar króna, verði greitt út til kröfuhafa, en stærstur hluti þeirra eru erlendir vogunar- og skuldabréfasjóðir. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðinu segir nauðasamningana um margt einkennilega. „Þetta er virkilega stórt mál og skiptir öllu upp á hvernig gengur komandi misseri og ár. Mér þykja stjórnvöld ekki skilja eða bera skynbragð á alvarleika málsins." Heiðar Már segir að erlendir vogunarsjóðir séu að fara fá mörg hundruð milljarða í erlendum gjaldeyri, á grundvelli undaþágu frá gjaldeyrishöftum, þrátt fyrir að þeir hafi fjárfest í kröfum sínum eftir hrunið, eftir að höftin voru sett á. „Þeir vissu af neyðarlögunum og vissu af gjaldeyrishöftunum en fjárfestu engu að síður á Íslandi. Þessi aðilar sitja núna allir ásamt ríkisstjórn Íslands og Seðlabankanum við eitt borð. Það á að leyfa einum þessara aðila að standa upp frá borðinu og hirða alla bestu bitana með sér á leiðinni út. Það skilur hina eftir í súpunni." Og Heiðar Már segir að í hans huga kom aðeins eitt til greina. „Það þarf auðvitað að fresta nauðarsamingur. Það er ekki hægt að skrifa slíka samninga út frá þeirri forsendu að erlendir aðilar séu rétthærri en aðrir aðilar — að þeir megi taka verðmæti úr landi, að þeir séu undanþegnir höftum sem aðrir þurfa að búa við."
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira