Lífið

Djass dunar við Jómfrúna á morgun

BBI skrifar
Jóel kemur fram ásamt meðspilurum sínum sem þykja með þeim sleipari í faginu.
Jóel kemur fram ásamt meðspilurum sínum sem þykja með þeim sleipari í faginu. Mynd/Arnþór
Hljómsveitin J.P. Jazz kemur fram á torginu við veitingastaðinn Jómfrúna við Lækjargötu á morgun. Það eru fimmtu tónleikar jazzsumartónleikaraðar Jómfrúrinnar.

Hljómsveitina skipa þeir Jóel Pálsson á saxófón, Jón Páll Bjarnason á gítar, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.

Tónleikarnir hefjast kl. þrjú og verða utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis og því geta kjósendur litið við eftir að hafa staðið í löngum röðum og létt lund sína við tónlistina. Flutt verða þekkt jazzlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.