Lífið

Í hljóðver í næstu viku

The Vaccines ætlar að taka taka upp nýja plötu í Belgíu.
The Vaccines ætlar að taka taka upp nýja plötu í Belgíu.
Rokkararnir í The Vaccines með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs ætla í hljóðver í næstu viku til að taka upp sína aðra plötu. Upptökurnar fara fram í Belgíu og upptökustjóri verður Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon og Ryan Adams.

„Við getum ekki beðið. Þegar maður er í hljóðveri vill maður bara fara út og spila á tónleikum en þegar maður er búinn að vera á tónleikaferð í átján mánuði viljum við bara fara inn í hljóðver og búa til plötu," sagði söngvarinn Justin Young. Í sumar spilar sveitin svo á tónlistarhátíðunum Benicassim og Isle of Wight.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.