Leikur ástkonu Ólafs Darra 29. febrúar 2012 14:00 Það er skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni Maríu Birtu Bjarnadóttur en hún leikur annað aðalhlutverkanna í nýju íslensku myndinni XL ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik sem verður frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/GVA „Ég sagði við stelpurnar í búðinni að þær yrðu að bjarga sér án mín fram í apríl," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og eigandi verslunarinnar Manía, en hún hefur tekið að sér að leika annað aðalhlutverkanna í íslensku myndinni XL. Myndin XL er í leikstjórn Marteins Þórssonar og fjallar um þingmann sem berst við áfengissýki og er skikkaður í meðferð af yfirmanni sínum. Þingmaðurinn ákveður því að fara á einn svæsinn drykkjutúr með hörmulegum afleiðingum. Ólafur Darri Ólafssona fer með hlutverk þingmannsins og leikur María Birta ástkonu hans. Tökur fara fram á höfuðborgarsvæðinu í mars og með önnur hlutverk fara þau Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þorsteinn Bachmann. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Aðstandendur myndarinnar höfðu samband við mig fyrir þremur vikum síðan og ég gat einfaldlega ekki sagt nei. Ég er mjög spennt en þetta verður samt erfiðasta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Leikstjórinn gerir miklar kröfur sem ég verð að standa undir," segir María Birta en Marteinn sjálfur skrifar handritið ásamt rithöfundinum Guðmundi Óskarssyni sem einnig framleiðir myndina ásamt Ólafi Darra og Ragnheiði Erlingsdóttur. Stefnt er á frumsýningu XL með haustinu. María Birta byrjar í tökum á sunnudaginn og því skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni sem leikur stórt hlutverk í myndinni Svartur á leik sem frumsýnd verður á morgun. „Þetta hefur gengið vel en ekki grunaði mig að ég mundi frumsýna tvær íslenskar myndir á árinu," segir María Birta sem er með þéttskipaða dagskrá næstu mánuðina en í lok mars heldur hún til Flórída í fallhlífarstökkskóla í einn mánuð. „Ég ákvað strax í haust að flýja land eftir að Svartur á leik væri frumsýnd. Ég hef ekki séð myndina sjálf en ég er viss um að ég verð feimin að ganga niður Laugaveginn. Þess vegna er gott að ég fari bara beint í tökur," segir María Birta og vísar í svæsnar senur myndarinnar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlun. Hún ætlar að taka foreldra sína með sér á frumsýninguna á morgun. „Ég er einhleyp svo ég tek mömmu og pabba með. Ég veit að það verður óþægilegt að horfa á sumar senurnar á hvíta tjaldinu," segir María Birta að lokum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Ég sagði við stelpurnar í búðinni að þær yrðu að bjarga sér án mín fram í apríl," segir María Birta Bjarnadóttir, leikkona og eigandi verslunarinnar Manía, en hún hefur tekið að sér að leika annað aðalhlutverkanna í íslensku myndinni XL. Myndin XL er í leikstjórn Marteins Þórssonar og fjallar um þingmann sem berst við áfengissýki og er skikkaður í meðferð af yfirmanni sínum. Þingmaðurinn ákveður því að fara á einn svæsinn drykkjutúr með hörmulegum afleiðingum. Ólafur Darri Ólafssona fer með hlutverk þingmannsins og leikur María Birta ástkonu hans. Tökur fara fram á höfuðborgarsvæðinu í mars og með önnur hlutverk fara þau Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þorsteinn Bachmann. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Aðstandendur myndarinnar höfðu samband við mig fyrir þremur vikum síðan og ég gat einfaldlega ekki sagt nei. Ég er mjög spennt en þetta verður samt erfiðasta hlutverk sem ég hef tekið að mér. Leikstjórinn gerir miklar kröfur sem ég verð að standa undir," segir María Birta en Marteinn sjálfur skrifar handritið ásamt rithöfundinum Guðmundi Óskarssyni sem einnig framleiðir myndina ásamt Ólafi Darra og Ragnheiði Erlingsdóttur. Stefnt er á frumsýningu XL með haustinu. María Birta byrjar í tökum á sunnudaginn og því skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni sem leikur stórt hlutverk í myndinni Svartur á leik sem frumsýnd verður á morgun. „Þetta hefur gengið vel en ekki grunaði mig að ég mundi frumsýna tvær íslenskar myndir á árinu," segir María Birta sem er með þéttskipaða dagskrá næstu mánuðina en í lok mars heldur hún til Flórída í fallhlífarstökkskóla í einn mánuð. „Ég ákvað strax í haust að flýja land eftir að Svartur á leik væri frumsýnd. Ég hef ekki séð myndina sjálf en ég er viss um að ég verð feimin að ganga niður Laugaveginn. Þess vegna er gott að ég fari bara beint í tökur," segir María Birta og vísar í svæsnar senur myndarinnar sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlun. Hún ætlar að taka foreldra sína með sér á frumsýninguna á morgun. „Ég er einhleyp svo ég tek mömmu og pabba með. Ég veit að það verður óþægilegt að horfa á sumar senurnar á hvíta tjaldinu," segir María Birta að lokum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira