Foreldrar og forvarnir Björn Rúnar Egilsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Heimili og skóli – Landssamtök foreldra standa nú að útgáfu nýs Foreldrasáttmála en hann er sá leiðarvísir sem nýtist einna best til að koma af stað umræðum um uppeldishlutverk foreldra barna á grunnskólaaldri. Foreldrasáttmálinn eflir skilning á mikilvægi samstarfs heimila og skóla og virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi. Hann byggir á þeirri hugmynd að foreldrar í hverjum bekk séu virkjaðir til þess að hittast á foreldrafundi og ræða uppeldisleg viðmið sem þeir geti komið sér saman um að halda í heiðri heima fyrir og staðfesta með undirskrift.Gildi foreldrasáttmála Sáttmálanálgun sem þessi hefur reynst afar árangursrík í Svíþjóð í því augnamiði að sporna við áfengisnotkun unglinga, þrátt fyrir að verkefnið sé einfalt í framkvæmd og kostnaður mun minni en við að standa fyrir fræðsluátaki meðal nemenda. Reynsla Svía sýnir að skýr afstaða foreldrasamfélagsins gegn áfengisnotkun barna og ungmenna á aldrinum þrettán til sextán ára hefur veruleg áhrif á á unglingadrykkju miðað við skóla sem vinna undir formerkjum annarra forvarnarverkefna auk þess sem afleidd áhrif eru greinanleg í formi fækkaðra afbrota og spellvirkja í þessum aldurshópi.Öflugt stuðningstæki við uppeldi Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla byggir á sömu hugmynd hvað þennan málaflokk varðar en þeir foreldrar sem undirrita sáttmálann sameinast um að kaupa hvorki tóbak, áfengi eða önnur vímuefni fyrir börn sín né leyfa þeim að neyta þeirra á heimilinu, hvað þá að leyfa eftirlitslaus partí. Íslenski sáttmálinn er í ofanálag mun umfangsmeiri og nær til fleiri atriða en vímuefnaneyslu og er gefinn út sérstaklega fyrir hvert stig grunnskólans auk leiðbeininga og ítarefnis. Foreldrar heita því einnig að standa vörð um lögboðinn útivistartíma, láta skólagöngu barna sinna sig varða, leggja sitt af mörkum til foreldrastarfs, vera meðvitaðir um félagslega stöðu barnsins og gæta þess að það hafi aðeins aðgang að afþreyingarefni sem hæfir aldri þess og þroska, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur sáttmálinn, ef breið samstaða næst innan foreldrasamfélagsins um að halda hann í heiðri, nýst sem öflugt stuðningstæki í uppeldinu. Ég hvet því alla foreldra og forráðamenn grunnskólabarna sem og áhugafólk um skóla- og uppeldismál að kynna sér Foreldrasáttmálann, en hægt er að nálgast sáttmálann, ítarefni og leiðbeiningar á fræðsluskrifstofu Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24 eða hala niður af heimasíðu samtakana, www.heimiliogskoli.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimili og skóli – Landssamtök foreldra standa nú að útgáfu nýs Foreldrasáttmála en hann er sá leiðarvísir sem nýtist einna best til að koma af stað umræðum um uppeldishlutverk foreldra barna á grunnskólaaldri. Foreldrasáttmálinn eflir skilning á mikilvægi samstarfs heimila og skóla og virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi. Hann byggir á þeirri hugmynd að foreldrar í hverjum bekk séu virkjaðir til þess að hittast á foreldrafundi og ræða uppeldisleg viðmið sem þeir geti komið sér saman um að halda í heiðri heima fyrir og staðfesta með undirskrift.Gildi foreldrasáttmála Sáttmálanálgun sem þessi hefur reynst afar árangursrík í Svíþjóð í því augnamiði að sporna við áfengisnotkun unglinga, þrátt fyrir að verkefnið sé einfalt í framkvæmd og kostnaður mun minni en við að standa fyrir fræðsluátaki meðal nemenda. Reynsla Svía sýnir að skýr afstaða foreldrasamfélagsins gegn áfengisnotkun barna og ungmenna á aldrinum þrettán til sextán ára hefur veruleg áhrif á á unglingadrykkju miðað við skóla sem vinna undir formerkjum annarra forvarnarverkefna auk þess sem afleidd áhrif eru greinanleg í formi fækkaðra afbrota og spellvirkja í þessum aldurshópi.Öflugt stuðningstæki við uppeldi Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla byggir á sömu hugmynd hvað þennan málaflokk varðar en þeir foreldrar sem undirrita sáttmálann sameinast um að kaupa hvorki tóbak, áfengi eða önnur vímuefni fyrir börn sín né leyfa þeim að neyta þeirra á heimilinu, hvað þá að leyfa eftirlitslaus partí. Íslenski sáttmálinn er í ofanálag mun umfangsmeiri og nær til fleiri atriða en vímuefnaneyslu og er gefinn út sérstaklega fyrir hvert stig grunnskólans auk leiðbeininga og ítarefnis. Foreldrar heita því einnig að standa vörð um lögboðinn útivistartíma, láta skólagöngu barna sinna sig varða, leggja sitt af mörkum til foreldrastarfs, vera meðvitaðir um félagslega stöðu barnsins og gæta þess að það hafi aðeins aðgang að afþreyingarefni sem hæfir aldri þess og þroska, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur sáttmálinn, ef breið samstaða næst innan foreldrasamfélagsins um að halda hann í heiðri, nýst sem öflugt stuðningstæki í uppeldinu. Ég hvet því alla foreldra og forráðamenn grunnskólabarna sem og áhugafólk um skóla- og uppeldismál að kynna sér Foreldrasáttmálann, en hægt er að nálgast sáttmálann, ítarefni og leiðbeiningar á fræðsluskrifstofu Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24 eða hala niður af heimasíðu samtakana, www.heimiliogskoli.is.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun