Foreldrar og forvarnir Björn Rúnar Egilsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Heimili og skóli – Landssamtök foreldra standa nú að útgáfu nýs Foreldrasáttmála en hann er sá leiðarvísir sem nýtist einna best til að koma af stað umræðum um uppeldishlutverk foreldra barna á grunnskólaaldri. Foreldrasáttmálinn eflir skilning á mikilvægi samstarfs heimila og skóla og virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi. Hann byggir á þeirri hugmynd að foreldrar í hverjum bekk séu virkjaðir til þess að hittast á foreldrafundi og ræða uppeldisleg viðmið sem þeir geti komið sér saman um að halda í heiðri heima fyrir og staðfesta með undirskrift.Gildi foreldrasáttmála Sáttmálanálgun sem þessi hefur reynst afar árangursrík í Svíþjóð í því augnamiði að sporna við áfengisnotkun unglinga, þrátt fyrir að verkefnið sé einfalt í framkvæmd og kostnaður mun minni en við að standa fyrir fræðsluátaki meðal nemenda. Reynsla Svía sýnir að skýr afstaða foreldrasamfélagsins gegn áfengisnotkun barna og ungmenna á aldrinum þrettán til sextán ára hefur veruleg áhrif á á unglingadrykkju miðað við skóla sem vinna undir formerkjum annarra forvarnarverkefna auk þess sem afleidd áhrif eru greinanleg í formi fækkaðra afbrota og spellvirkja í þessum aldurshópi.Öflugt stuðningstæki við uppeldi Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla byggir á sömu hugmynd hvað þennan málaflokk varðar en þeir foreldrar sem undirrita sáttmálann sameinast um að kaupa hvorki tóbak, áfengi eða önnur vímuefni fyrir börn sín né leyfa þeim að neyta þeirra á heimilinu, hvað þá að leyfa eftirlitslaus partí. Íslenski sáttmálinn er í ofanálag mun umfangsmeiri og nær til fleiri atriða en vímuefnaneyslu og er gefinn út sérstaklega fyrir hvert stig grunnskólans auk leiðbeininga og ítarefnis. Foreldrar heita því einnig að standa vörð um lögboðinn útivistartíma, láta skólagöngu barna sinna sig varða, leggja sitt af mörkum til foreldrastarfs, vera meðvitaðir um félagslega stöðu barnsins og gæta þess að það hafi aðeins aðgang að afþreyingarefni sem hæfir aldri þess og þroska, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur sáttmálinn, ef breið samstaða næst innan foreldrasamfélagsins um að halda hann í heiðri, nýst sem öflugt stuðningstæki í uppeldinu. Ég hvet því alla foreldra og forráðamenn grunnskólabarna sem og áhugafólk um skóla- og uppeldismál að kynna sér Foreldrasáttmálann, en hægt er að nálgast sáttmálann, ítarefni og leiðbeiningar á fræðsluskrifstofu Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24 eða hala niður af heimasíðu samtakana, www.heimiliogskoli.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Heimili og skóli – Landssamtök foreldra standa nú að útgáfu nýs Foreldrasáttmála en hann er sá leiðarvísir sem nýtist einna best til að koma af stað umræðum um uppeldishlutverk foreldra barna á grunnskólaaldri. Foreldrasáttmálinn eflir skilning á mikilvægi samstarfs heimila og skóla og virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi. Hann byggir á þeirri hugmynd að foreldrar í hverjum bekk séu virkjaðir til þess að hittast á foreldrafundi og ræða uppeldisleg viðmið sem þeir geti komið sér saman um að halda í heiðri heima fyrir og staðfesta með undirskrift.Gildi foreldrasáttmála Sáttmálanálgun sem þessi hefur reynst afar árangursrík í Svíþjóð í því augnamiði að sporna við áfengisnotkun unglinga, þrátt fyrir að verkefnið sé einfalt í framkvæmd og kostnaður mun minni en við að standa fyrir fræðsluátaki meðal nemenda. Reynsla Svía sýnir að skýr afstaða foreldrasamfélagsins gegn áfengisnotkun barna og ungmenna á aldrinum þrettán til sextán ára hefur veruleg áhrif á á unglingadrykkju miðað við skóla sem vinna undir formerkjum annarra forvarnarverkefna auk þess sem afleidd áhrif eru greinanleg í formi fækkaðra afbrota og spellvirkja í þessum aldurshópi.Öflugt stuðningstæki við uppeldi Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla byggir á sömu hugmynd hvað þennan málaflokk varðar en þeir foreldrar sem undirrita sáttmálann sameinast um að kaupa hvorki tóbak, áfengi eða önnur vímuefni fyrir börn sín né leyfa þeim að neyta þeirra á heimilinu, hvað þá að leyfa eftirlitslaus partí. Íslenski sáttmálinn er í ofanálag mun umfangsmeiri og nær til fleiri atriða en vímuefnaneyslu og er gefinn út sérstaklega fyrir hvert stig grunnskólans auk leiðbeininga og ítarefnis. Foreldrar heita því einnig að standa vörð um lögboðinn útivistartíma, láta skólagöngu barna sinna sig varða, leggja sitt af mörkum til foreldrastarfs, vera meðvitaðir um félagslega stöðu barnsins og gæta þess að það hafi aðeins aðgang að afþreyingarefni sem hæfir aldri þess og þroska, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur sáttmálinn, ef breið samstaða næst innan foreldrasamfélagsins um að halda hann í heiðri, nýst sem öflugt stuðningstæki í uppeldinu. Ég hvet því alla foreldra og forráðamenn grunnskólabarna sem og áhugafólk um skóla- og uppeldismál að kynna sér Foreldrasáttmálann, en hægt er að nálgast sáttmálann, ítarefni og leiðbeiningar á fræðsluskrifstofu Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24 eða hala niður af heimasíðu samtakana, www.heimiliogskoli.is.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun