Æskilegt að velja heilkornavörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2012 06:00 Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar