Æskilegt að velja heilkornavörur Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2012 06:00 Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru birtar niðurstöður úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar sýna að kolvetnaneysla landsmanna er að meðaltali of lítil miðað við ráðleggingar og mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Það skiptir máli hvernig kolvetni verða fyrir valinu og er æskilegt að velja sem oftast grófar kornvörur frekar en fínunnar vörur. Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum. Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru. Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti. Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu. Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni. Veljum því heilkornavörur sem oftast.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun