
Æskilegt að velja heilkornavörur
Trefjaefnaneysla landsmanna er einnig undir ráðleggingum og helgast það aðallega af of lítilli neyslu á grófum kornvörum, grænmeti og ávöxtum.
Brauðneysla hefur minnkað og samsvarar nú aðeins rúmum tveimur brauðsneiðum á dag að meðaltali. Það er þó jákvætt að neysla á grófum brauðum hefur tvöfaldast frá síðustu landskönnun á mataræði árið 2002. Engu að síður er hún alltof lítil enn í dag, eða sem svarar hálfri brauðsneið að meðaltali. Auka þarf neyslu á grófum brauðum, með að minnsta kosti 5-6 grömmum af trefjum í hverjum 100 grömmum af brauði, og annarri grófri kornvöru.
Hvað eru heilkornavörur?Talað er um heilkornavörur þegar allir hlutar kornsins eru notaðir við framleiðsluna, þ.e. hýði, mjölvi og kím. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð en oftar er þó notað malað heilkorn sem inniheldur enn þá öll næringarefni kornsins. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími en í fínunnum kornvörum er búið að fjarlægja þessa hluta. Ekki er um heilkornavöru að ræða þegar hveitiklíði eða trefjum hefur verið blandað saman við hvítt hveiti.
Í kornvörum, sérstaklega vörum úr heilu korni, er fjöldi næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna, t.d. trefjar, járn, kalíum, magnesíum, fólat, og andoxunarefni eins og E-vítamín. Í heilkornavörum er mikið af trefjum en trefjaríkur matur hefur góð áhrif á meltinguna, auk þess að hjálpa til við að halda þyngdinni innan eðlilegra marka þar sem hann veitir mettunartilfinningu og fyllingu.
Hvað er gott að velja?Gott er að huga að fjölbreytni þegar kornvörur eru valdar. Dæmi um heilkornavörur eru vörur gerðar úr heilhveiti, rúgi, byggi, höfrum, maís og hirsi. Framboð á heilkornavörum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Má þar nefna ýmsar tegundir af brauði, flatkökum, hrökkbrauði, heilhveitipasta, hýðishrísgrjónum, hafragrjónum og ákveðnum tegundum af múslíi og morgunkorni.
Veljum því heilkornavörur sem oftast.
Skoðun

Það þarf ekki að biðjast afsökunar á því að segja satt
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag
Bolli Héðinsson skrifar

„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum
Eyrún Arnarsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnarmál
Grímur Atlason skrifar

Í vörn gegn sjálfum sér?
Ólafur Stephensen skrifar

Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Þjóðin stendur með sjúkraliðum
Sandra B. Franks skrifar

Vegið að íslenska lífeyriskerfinu
Björgvin Jón Bjarnason,Þóra Eggertsdóttir,Halldór Kristinsson,Guðmundur Svavarsson,Elsa Björk Pétursdóttir,Jón Ólafur Halldórsson,Arnar Hjaltalín skrifar

Ísland gjaldþrota vegna fatlaðs fólks?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Veiðigjöld, gaslýsingar og valdníðsla
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Sniðgangan á Rapyd slær öll met
Björn B. Björnsson skrifar

Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka
Birgir Finnsson skrifar

Árið 2023 kemur aldrei aftur
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Trumpistar eru víða
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Gerræðisleg áform í anda Ráðstjórnarríkjanna
Guðmundur Fertram Sigurjónsson skrifar

Opið svar til formanns Samleik- Útsvarsgreiðendur borga leikskólann í Kópavogi!
Rakel Ýr Isaksen skrifar

Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

Þegar bráðamóttakan drepur þig hraðar
Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir skrifar

Samkeppnin tryggir hag neytenda
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Stóðhryssur ekki moldvörpur
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Við getum gert betur
Einar Bárðarson skrifar

Tími til að notast við réttar tölur
Sigurjón Þórðarson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur?
Valur Elli Valsson skrifar

Ábyrg stefna í útlendingamálum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Týndu hermennirnir okkar
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Gerist þetta aftur á morgun?
Ísak Hilmarsson skrifar

Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu?
Helen Ólafsdóttir skrifar