Húnninn hefur ekki átt sjö dagana sæla. Hann fæddist fyrir tímann ásamt systkinum sínum. Móðirin snérist síðan gegn þeim og drap systkinin og særði húninn alvarlega.
Dýragarðsverðir tóku þá litla húninn í fóstur. Honum hefur þó ekki verið gefið nafn - hann er einfaldlega kallaður „Björn."

Björn vakti mikla lukku í dýragarðinum samkvæmt fréttablaðinu The Daily Mail.
„Hann er mjög sætur og mig langar að klappa honum," sagði hin átta ára gamla Grace.