Enski boltinn

Di Matteo: Liverpool-grýla í herbúðum Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres í leik á móti Liverpool á síðasta tímabili.
Fernando Torres í leik á móti Liverpool á síðasta tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, viðurkennir að Liverpool-grýla sé búin að koma sér fyrir á Stamford Bridge en liðin mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það gerði ítalski stjórinn á blaðamannafundi fyrir leikinn enda talar tölfræðin sínu máli.

Liverpool hefur unnið báða leikina á móti Chelsea á þremur af síðustu fjórum tímabilum og Chelsea hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 11 deildarleikjum félaganna.

Fernando Torres hefur ekki enn upplifað það að vinna Liverpool síðan að Chelsea keypti hann frá félaginu. Torres er búinn að mæta Liverpool fjórum sinnum síðan og Liverpool hefur unnið þá alla.

Torres hefur nú leikið 186 mínútur á móti Liverpool án þess að skora. það sem meira er að Chelsea vann Liverpool í eina leiknum á þessu tímabili þar sem Torres fékk ekki að fara inn á völlinn.



Leikir Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðustu fjögur tímabil:

2011-12

Liverpool-Chelsea 4-1

Chelsea-Liverpool 1-2

2010-11

Chelsea-Liverpool 0-1

Liverpool-Chelsea 2-0

2009-10

Liverpool-Chelsea 0-2

Chelsea-Liverpool 2-0

2008-09

Liverpool-Chelsea 2-0

Chelsea-Liverpool 0-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×