Vorþing Norðurlandaráðs í Alþingi Helgi Hjörvar skrifar 23. mars 2012 09:20 Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir. Þess má geta að í dag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá því að Helsingfors -samningurinn var samþykktur, sem er grundvallarsamningur norrænnar samvinnu. Norrænir þingmenn hafa áður fundað í Alþingi, árið 1947, þegar Norræna þingmannasambandið hélt þar fund. Helstu málin sem rædd voru á þeim fundi voru fiskveiðimál og alþjóðlegt samstarf þingmanna, tvö mál mikilvæg Íslendingum. Á dagskrá þingfundar Norðurlandaráðs í dag eru velferðarmál, jafnréttismál og norðurslóðir, sem jafnframt eru mikilvæg mál fyrir okkur Íslendinga. Fagnefndir Norðurlandaráðs afgreiddu í gær í Reykjavík nýjar tillögur um norðurslóðir í takt við norrænar áherslur. Verði tillögurnar samþykktar verða þær að tilmælum til allra norrænu ríkisstjórnanna og Norrænu ráðherranefndarinnar um samstilltar aðgerðir, tilmælum sem ríkisstjórnirnar og ráðherranefndin leitast við að uppfylla. Af tillögum Norðurlandaráðs um norðurslóðir vil ég sérstaklega nefna hér tillögu um sameiginlega stefnu Norðurlanda í málefnum norðurslóða. Norrænu ríkin hafa öll sett fram stefnu um norðurslóðir þar sem er að finna sameiginlega sýn á mörgum sviðum en einnig ólíka sýn á öðrum. Norðurlandaráð vill beina þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að þær sameinist um sameiginlega stefnu í málefnum norðurslóða svo vinna megi að sameiginlegum markmiðum. Með þeim hætti telur Norðurlandaráð að Norðurlöndin geti aukið áhrifamátt sinn á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Markmið tillögunnar er ekki að mynda nýjan alþjóðavettvang heldur að sameinast um pólitíska framtíðarsýn og styrkja samstarf norrænu ríkjanna í Norðurskautsráðinu, þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki, en eiga jafnframt í góðu samstarfi við önnur aðildarríki ráðsins. Í þessu sambandi má nefna sameiginlega norræna framtíðarsýn um umhverfismál og um lífskjör íbúa norðurslóða, þar á meðal frumbyggja. Mikilvægt er að framþróunin á svæðinu, sem er hröð, verði á þann hátt að þar haldist í hendur mikilvægir hagsmunir íbúa, náttúru og nýtingar auðlinda norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir. Þess má geta að í dag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá því að Helsingfors -samningurinn var samþykktur, sem er grundvallarsamningur norrænnar samvinnu. Norrænir þingmenn hafa áður fundað í Alþingi, árið 1947, þegar Norræna þingmannasambandið hélt þar fund. Helstu málin sem rædd voru á þeim fundi voru fiskveiðimál og alþjóðlegt samstarf þingmanna, tvö mál mikilvæg Íslendingum. Á dagskrá þingfundar Norðurlandaráðs í dag eru velferðarmál, jafnréttismál og norðurslóðir, sem jafnframt eru mikilvæg mál fyrir okkur Íslendinga. Fagnefndir Norðurlandaráðs afgreiddu í gær í Reykjavík nýjar tillögur um norðurslóðir í takt við norrænar áherslur. Verði tillögurnar samþykktar verða þær að tilmælum til allra norrænu ríkisstjórnanna og Norrænu ráðherranefndarinnar um samstilltar aðgerðir, tilmælum sem ríkisstjórnirnar og ráðherranefndin leitast við að uppfylla. Af tillögum Norðurlandaráðs um norðurslóðir vil ég sérstaklega nefna hér tillögu um sameiginlega stefnu Norðurlanda í málefnum norðurslóða. Norrænu ríkin hafa öll sett fram stefnu um norðurslóðir þar sem er að finna sameiginlega sýn á mörgum sviðum en einnig ólíka sýn á öðrum. Norðurlandaráð vill beina þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að þær sameinist um sameiginlega stefnu í málefnum norðurslóða svo vinna megi að sameiginlegum markmiðum. Með þeim hætti telur Norðurlandaráð að Norðurlöndin geti aukið áhrifamátt sinn á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Markmið tillögunnar er ekki að mynda nýjan alþjóðavettvang heldur að sameinast um pólitíska framtíðarsýn og styrkja samstarf norrænu ríkjanna í Norðurskautsráðinu, þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki, en eiga jafnframt í góðu samstarfi við önnur aðildarríki ráðsins. Í þessu sambandi má nefna sameiginlega norræna framtíðarsýn um umhverfismál og um lífskjör íbúa norðurslóða, þar á meðal frumbyggja. Mikilvægt er að framþróunin á svæðinu, sem er hröð, verði á þann hátt að þar haldist í hendur mikilvægir hagsmunir íbúa, náttúru og nýtingar auðlinda norðurslóða.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar