Vorþing Norðurlandaráðs í Alþingi Helgi Hjörvar skrifar 23. mars 2012 09:20 Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir. Þess má geta að í dag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá því að Helsingfors -samningurinn var samþykktur, sem er grundvallarsamningur norrænnar samvinnu. Norrænir þingmenn hafa áður fundað í Alþingi, árið 1947, þegar Norræna þingmannasambandið hélt þar fund. Helstu málin sem rædd voru á þeim fundi voru fiskveiðimál og alþjóðlegt samstarf þingmanna, tvö mál mikilvæg Íslendingum. Á dagskrá þingfundar Norðurlandaráðs í dag eru velferðarmál, jafnréttismál og norðurslóðir, sem jafnframt eru mikilvæg mál fyrir okkur Íslendinga. Fagnefndir Norðurlandaráðs afgreiddu í gær í Reykjavík nýjar tillögur um norðurslóðir í takt við norrænar áherslur. Verði tillögurnar samþykktar verða þær að tilmælum til allra norrænu ríkisstjórnanna og Norrænu ráðherranefndarinnar um samstilltar aðgerðir, tilmælum sem ríkisstjórnirnar og ráðherranefndin leitast við að uppfylla. Af tillögum Norðurlandaráðs um norðurslóðir vil ég sérstaklega nefna hér tillögu um sameiginlega stefnu Norðurlanda í málefnum norðurslóða. Norrænu ríkin hafa öll sett fram stefnu um norðurslóðir þar sem er að finna sameiginlega sýn á mörgum sviðum en einnig ólíka sýn á öðrum. Norðurlandaráð vill beina þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að þær sameinist um sameiginlega stefnu í málefnum norðurslóða svo vinna megi að sameiginlegum markmiðum. Með þeim hætti telur Norðurlandaráð að Norðurlöndin geti aukið áhrifamátt sinn á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Markmið tillögunnar er ekki að mynda nýjan alþjóðavettvang heldur að sameinast um pólitíska framtíðarsýn og styrkja samstarf norrænu ríkjanna í Norðurskautsráðinu, þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki, en eiga jafnframt í góðu samstarfi við önnur aðildarríki ráðsins. Í þessu sambandi má nefna sameiginlega norræna framtíðarsýn um umhverfismál og um lífskjör íbúa norðurslóða, þar á meðal frumbyggja. Mikilvægt er að framþróunin á svæðinu, sem er hröð, verði á þann hátt að þar haldist í hendur mikilvægir hagsmunir íbúa, náttúru og nýtingar auðlinda norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það er viðeigandi að í dag, á degi Norðurlandanna, er vorþing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Verður það í fyrsta sinn sem þingfundur ráðsins er haldinn í Alþingishúsi Íslendinga, en hjá hinum norrænu ríkjunum hefur það jafnan þingað í þjóðþingum. Það er sérstakt fagnaðarefni, bæði fyrir Alþingi og þjóðina alla og samstarf hennar við aðrar norrænar þjóðir. Þess má geta að í dag eru liðin nákvæmlega fimmtíu ár frá því að Helsingfors -samningurinn var samþykktur, sem er grundvallarsamningur norrænnar samvinnu. Norrænir þingmenn hafa áður fundað í Alþingi, árið 1947, þegar Norræna þingmannasambandið hélt þar fund. Helstu málin sem rædd voru á þeim fundi voru fiskveiðimál og alþjóðlegt samstarf þingmanna, tvö mál mikilvæg Íslendingum. Á dagskrá þingfundar Norðurlandaráðs í dag eru velferðarmál, jafnréttismál og norðurslóðir, sem jafnframt eru mikilvæg mál fyrir okkur Íslendinga. Fagnefndir Norðurlandaráðs afgreiddu í gær í Reykjavík nýjar tillögur um norðurslóðir í takt við norrænar áherslur. Verði tillögurnar samþykktar verða þær að tilmælum til allra norrænu ríkisstjórnanna og Norrænu ráðherranefndarinnar um samstilltar aðgerðir, tilmælum sem ríkisstjórnirnar og ráðherranefndin leitast við að uppfylla. Af tillögum Norðurlandaráðs um norðurslóðir vil ég sérstaklega nefna hér tillögu um sameiginlega stefnu Norðurlanda í málefnum norðurslóða. Norrænu ríkin hafa öll sett fram stefnu um norðurslóðir þar sem er að finna sameiginlega sýn á mörgum sviðum en einnig ólíka sýn á öðrum. Norðurlandaráð vill beina þeim tilmælum til norrænu ríkisstjórnanna að þær sameinist um sameiginlega stefnu í málefnum norðurslóða svo vinna megi að sameiginlegum markmiðum. Með þeim hætti telur Norðurlandaráð að Norðurlöndin geti aukið áhrifamátt sinn á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Markmið tillögunnar er ekki að mynda nýjan alþjóðavettvang heldur að sameinast um pólitíska framtíðarsýn og styrkja samstarf norrænu ríkjanna í Norðurskautsráðinu, þar sem þau gegna mikilvægu hlutverki, en eiga jafnframt í góðu samstarfi við önnur aðildarríki ráðsins. Í þessu sambandi má nefna sameiginlega norræna framtíðarsýn um umhverfismál og um lífskjör íbúa norðurslóða, þar á meðal frumbyggja. Mikilvægt er að framþróunin á svæðinu, sem er hröð, verði á þann hátt að þar haldist í hendur mikilvægir hagsmunir íbúa, náttúru og nýtingar auðlinda norðurslóða.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun