Lífið

Eiginkona Colins Firth

Nicole Kidman leikur eiginkonu Colins Firth í The Railway Man.
Nicole Kidman leikur eiginkonu Colins Firth í The Railway Man.
Nicole Kidman fer með hlutverk eiginkonu Colins Firth í kvikmyndinni The Railway Man sem fer í framleiðslu í næsta mánuði. Rachel Weisz átti áður að leika hlutverkið en varð að hætta við vegna leiks síns í myndunum The Bourne Legacy og Oz the Great.

The Railway Man er drama sem Jonathan Teplitzky leikstýrir. Hún er byggð á sjálfsævisögu Erics Lomax sem starfaði nauðugur viljugur í seinni heimsstyrjöldinni við gerð járnbrautar á milli Taílands og Mjanmar. 250 þúsund manns létust á meðan á gerð hennar stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.