Erlent

Sjálfsmorðsárás í Pakistan

mynd/AFP
Að minnsta kosti 9 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðvestur Pakistan í dag, þarf af þrjú börn. Atvikið átti sér stað við bækistöð Mullah Nabi, yfirmanns í pakistanska hernum, en hann hefur stjórnað aðgerðum við að stemma stigum við ágangi Talibana í landinu.

Talið er að tilræðismaðurinn hafi reynt að komast inn í bækistöðina. Þegar hann var stöðvaður af hermönnum sprengdi hann sig í loft upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×