Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik en Ísland mætir Argentínu í fyrri æfingaleik þjóðanna í Kaplakrika í dag. Handbolti.org greinir frá þessu.
Aron Pálmarsson glímir við meiðsli á hné auk þess sem Ólafur Bjarki Ragnarsson missteig sig á æfingu í síðustu viku. Áður hafði Ólafur Gústafsson, leikmaður FH, verið kallaður inn í hópinn.
Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.

