Erlent

Sprengjusérfræðingar ríða á vaðið

Cassidy Carlson, liðþjálfi og talskona lögreglunnar í Aurora.
Cassidy Carlson, liðþjálfi og talskona lögreglunnar í Aurora.
Talið er að sprengjusérfræðingar í Aurora í Colorado verði að störfum langt fram eftir degi en þeir reyna nú að aftengja sprengjur sem fjöldamorðinginn James Holmes skildi eftir sig.

Holmes skaut 12 manns til bana á frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, í gær.

Um 60 manns særðust í skotárásinni, þar af nokkrir lífshættulega. Holmes var handtekinn fyrir utan kvikmyndahúsið og fluttur í varðhald. Þar sagði að hann lögreglumönnum að hann hefði skilið nokkrar sprengjur eftir á heimili sínu.

Um er að ræða þrjár gerðir af sprengjum. Fyrst af öllu þurfa sprengjusérfræðingarnir að aftengja sprengiþráð sem tengdur er við búnað sem blandar saman tveimur efnum sem í kjölfarið framkallar sprengingu.

Þar á eftir þurfa sérfræðingarnir að aftengja 30 hylki en í þeim er svartpúður. Loks kemur að nokkrum brúsum sem innihalda púður og byssukúlur.

Þessar sprengjur eru afar flóknar að sögn lögreglunnar í Aurora og var tilgangur þeirra skýr: að drepa alla þá sem komu að húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×