Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júlí 2012 19:49 Uppreisnarmenn halda særðum lögreglumanni niðri í Aleppo. Mynd/AFP Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira