Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júlí 2012 19:49 Uppreisnarmenn halda særðum lögreglumanni niðri í Aleppo. Mynd/AFP Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira