Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júlí 2012 19:49 Uppreisnarmenn halda særðum lögreglumanni niðri í Aleppo. Mynd/AFP Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira