Erlent

Hyundai innkallar yfir 200 þúsund bíla

BBI skrifar
Hyundai Santa Fe bifreið.
Hyundai Santa Fe bifreið.
Hyundai mun innkalla yfir 220.000 Santa Fe SUV bifreiðar og Sonata sedan bifreiðar. Ástæðan eru möguleg vandræði með loftpúða. Þetta kemur fram á vef CNN.

Til stendur að kalla inn um 200.000 SUV bíla að árgerð 2007-2009. Talin er hætta á að loftpúðinn farþegamegin virki ekki rétt.

Auk þess verða um 22.000 sedan bifreiðar að árgerðum 2012-2013 innkallaðar. Framleiðandinn óttast að loftpúðar í hliðargluggum bílsins virki ekki sem skildi.

Umboðsaðilar Hyundai munu að líkindum láta eigendur vita og gera við bílana endurgjaldslaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×