Innlent

Viðbúnaðurinn var ástæðulaus

Gæslan minnir sjófarendur á að hlusta á fjarskipti.
Gæslan minnir sjófarendur á að hlusta á fjarskipti.
Landhelgisgæslan hóf í gær leit að bát þar sem áhöfn hafði látið hjá líða að hlusta á fjarskipti. Báturinn hvarf úr eftirlitskerfum þegar hann var 35 sjómílur út af Horni, en vegna fjarlægðar voru tvær þyrlur Gæslunnar auk björgunarskips kallaðar út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði.

Loks náðist samband við nærstaddan bát og kom í ljós að allt var í lagi um borð. Landhelgisgæslan segir í tilkynningu að tilvik sem þetta séu afar slæm enda geti það orðið til þess að farið sé í ónauðsynlegar og umfangsmiklar leitaraðgerðir. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×