Innlent

SÁÁ býður landsmönnum í Háskólabíó

Háskólabíó
Háskólabíó
SÁÁ heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag og af því tilefni er landsmönnum boðið í Háskólabíó klukkan tvö í dag. Á fimmtudaginn hófu samtökin undirskriftasöfnun þar sem stuðningi er lýst við frumvarp sem á að stuðla að því að hjálpa þeim sem enn eru hjálparþurfi í baráttunni við alkóhólisma og afleiðingar hans.

Skemmst er frá því að segja að söfnunin fer vel af stað því rúmlega 3000 manns skrifað undir á vefsíðu SÁÁ. Á hátíðinni í dag stíga margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar á stokk, fólk á borð við KK, Ellen Kristjánsdóttir, Valdimar, Jónas Sig, Ari Eldjárn og Jón Gnarr borgarstjóri.

Hátíðin hefst eins og áður sagði klukkan tvö og er aðgangur ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×