Innlent

Opnunarveisla Samtaka um nýja stjórnarskrá

Hægt er að fletta myndasafninu til að skoða myndir úr veislunni í gær.
Hægt er að fletta myndasafninu til að skoða myndir úr veislunni í gær.
Fjöldi fólks var samankominn í gamla Ellingsen-húsinu í gær þegar kosningarskrifstofa Samtaka um nýja stjórnarskrá var opnuð. Þar voru meðal annars samankomnir fulltrúar úr stjórnlagaráði og alþingismenn til að stilla saman strengi sína fyrir kosningar um stjórnarskrá. Einnig var frumflutt lagið Undirstöður sem tónlistarmaðurinn Svavar Knútur samdi við texta úr fyrsta kafla frumvarpsins.

Samtök um nýja stjórnarskrá (skammstafað SaNS) beita sér fyrir kynningu á hinni nýju stjórnarskrá og stuðla að góðri þátttöku í kosningum um stjórnarskrá Íslendinga 20. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×