Samsærið gegn fórnarlömbum læknamistaka Árni Richard Árnason skrifar 3. apríl 2012 06:00 Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð og tilheyrandi endurhæfingu í Orkuhúsinu. Í aðgerðinni voru skornar sinar úr tveimur vöðvum í hnésbótinni til að endurbyggja nýtt krossband. Eftir aðgerðina slitnaði nýja krossbandið tiltölulega fljótt þó ég hafi ekki hafið íþróttaiðkun að ráði. Einnig eyðilögðust sinarnar í hnésbótinni að fullu og tilheyrandi vöðvar visnuðu. Fyrir þessa örlagaríku aðgerð stundaði ég keppnishlaup í mörg ár með slitið krossband. Eftir aðgerðina hef ég ekki getað hlaupið, og tapaður vöðvastyrkur hefur leitt til alvarlegra erfiðleika við að standa og hræðilegrar veikingar hnésins. Ég hef gengist undir 11 aðgerðir í Danmörku og Finnlandi í því skyni að bæta fyrir skaðann. Eftir þessar aðgerðir hef ég verið rúmliggjandi alls í meira en eitt ár. Ég gekkst undir nýja krossbandsaðgerð hjá fremsta krossbandssérfræðingi Dana, en í þeirri aðgerð kom í ljós að fyrra krossbandið hafði verið rangt staðsett. Sá læknir, sem heldur námskeið í krossbandsaðgerðum, telur að læknar Orkuhússins hafi gerst sekir um þekkt byrjendamistök þegar borað var fyrir nýja krossbandinu. Eftir krossbandsaðgerðina í Orkuhúsinu gekkst ég undir sjúkraþjálfun sem á sér engin fordæmi í heiminum. Daginn eftir aðgerðina var ég látinn þjálfa hnésbótarvöðvana með margvíslegum æfingum, en staðreyndin er sú að þessa vöðva má alls ekki þjálfa fyrr en sinarnar hafa vaxið aftur, u.þ.b. sex vikum eftir aðgerð. Þetta kemur fram í hverri einustu kennslubók í krossbandsaðgerðum sem ég hef fundið. Ég hef lýst umræddri sjúkraþjálfun fyrir fjölda lækna og enginn þeirra hefur heyrt um þvílíka meðferð. Ég sendi viðkomandi heilbrigðisstarfsmönnum og landlæknisembættinu bréf í upphafi árs 2009 og varaði við umræddum æfingum. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið mark á mér því annar sjúklingur með slitinn vöðva í hnésbótinni hefur haft samband við mig, en hann hlaut samskonar meðferð hjá sama sjúkraþjálfara seinna það árið. Í kjölfarið skipaði embætti landlæknis tvo álitsgjafa til að gefa umsagnir um kvartanir mínar. Umsagnaraðili aðgerðarhluta var Magnús Páll Albertsson, meðstofnandi læknastöðvar Orkuhússins og starfandi handarskurðlæknir þar til margra ára. Umsagnaraðili sjúkraþjálfunarhluta var Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Þeirra niðurstaða var sú að engin mistök hafi verið gerð. Magnús segir í umsögn sinni að krossbandið hafi verið staðsett „á nákvæmlega sama stað og hið gamla“. Magnús rökstyður ekki niðurstöðu sína né sýnir fram á hana með myndrænum hætti. Ennfremur reynir hann ekki að skýra hvers vegna færasti krossbandssérfræðingur Dana taldi krossbandið rangt staðsett heldur gagnrýnir Magnús hann harðlega með því að segja hann beita ótraustvekjandi aðferðum án þess þó að skýra það að nokkru leyti. Ég brást við með að kynna mér krossbandsaðgerðir í þaula og las hundruð fræðigreina um anatómíu krossbanda og leitaði álits fjölda sérfræðinga sem allir hafa sammælst um að krossbandið var rangt staðsett. Í ljósi vitneskju minnar í dag er það mér hulið að Magnús hafi komist að þessari niðurstöðu og ég fullyrði að hann sé að segja ósatt. Ég hef getað fært sönnur á að krossbandið var rangt staðsett í báðum festingum sínum með margvíslegum hætti og með tilvísunum í fjölda greina og myndræn gögn. Ennfremur leynir Magnús þeirri staðreynd að sömu vöðvar slitnuðu og skorið var úr. Meira að segja gefur hann í skyn að annar vöðvi hafi slitnað en sá sem tilgreindur er í læknaskýrslu. Tilgangur Magnúsar er að hylma yfir þá staðreynd að um sömu vöðva voru að ræða. Magnús gengur svo langt að fullyrða að skemmdir á vöðvunum séu ekki afleiðing af aðgerðinni. Sigrún réttlætir sjúkraþjálfunina með því að vísa í fjölda greina sem fjalla eingöngu um krossbandsaðgerðir með sinatöku frá hnéskeljarsin, en það er ekki sú aðgerð sem ég gekkst undir. Það er velþekkt að þjálfun má byrja mun fyrr eftir slíkar aðgerðir. Ennfremur reynir Sigrún að réttlæta æfingar í tækjasal með því að vitna í grein án þess að minnast á að í henni er varað við notkun lóða í tvo mánuði eftir aðgerð. Ég sendi fyrirspurn til höfundar þeirrar greinar og fékk til baka afgerandi skoðun hans um að ég hafi fengið ranga sjúkraþjálfun. Sigrún varar við að sjúklingar fái skriflegt endurhæfingarplan eftir krossbandsaðgerðir, þó það tíðkist almennt, og einnig varar Sigrún við æfingum sem þó er mælt með í greinum sem hún vitnar sjálf í. Þessar ásamt fjölda annarra athugasemda sendi ég til landlæknis. Einnig kvartaði ég yfir málsmeðferð embættisins í 17 liðum. Síðar barst bréf frá landlækni þar sem segir að álitsgjafar hafi ekki svarað athugasemdum mínum og álit landlæknis standi því óbreytt. Ég fékk því engin svör við athugasemdum mínum. Kvörtunarbréfi mínu var heldur ekki svarað. Hér er um að ræða skipulagt og glæpsamlegt samsæri til að hindra að ég fái þær bætur sem ég á rétt á. Það gera allir mistök en það er ekki sama hvers eðlis mistökin eru. Ég var fórnarlamb ótrúlegrar vanþekkingar heilbrigðisstarfsmanna. Sjúklingar eiga að fá réttlátar bætur og heilbrigðisstarfsfólk á að tryggja sig fyrir mistökum. Ef landlæknir gegndi hlutverki sínu þá væri hægt að koma í veg fyrir mörg mistök. Frekari upplýsingar um mitt mál er að finna á vefsíðu minni, www.arnirichard.dk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð og tilheyrandi endurhæfingu í Orkuhúsinu. Í aðgerðinni voru skornar sinar úr tveimur vöðvum í hnésbótinni til að endurbyggja nýtt krossband. Eftir aðgerðina slitnaði nýja krossbandið tiltölulega fljótt þó ég hafi ekki hafið íþróttaiðkun að ráði. Einnig eyðilögðust sinarnar í hnésbótinni að fullu og tilheyrandi vöðvar visnuðu. Fyrir þessa örlagaríku aðgerð stundaði ég keppnishlaup í mörg ár með slitið krossband. Eftir aðgerðina hef ég ekki getað hlaupið, og tapaður vöðvastyrkur hefur leitt til alvarlegra erfiðleika við að standa og hræðilegrar veikingar hnésins. Ég hef gengist undir 11 aðgerðir í Danmörku og Finnlandi í því skyni að bæta fyrir skaðann. Eftir þessar aðgerðir hef ég verið rúmliggjandi alls í meira en eitt ár. Ég gekkst undir nýja krossbandsaðgerð hjá fremsta krossbandssérfræðingi Dana, en í þeirri aðgerð kom í ljós að fyrra krossbandið hafði verið rangt staðsett. Sá læknir, sem heldur námskeið í krossbandsaðgerðum, telur að læknar Orkuhússins hafi gerst sekir um þekkt byrjendamistök þegar borað var fyrir nýja krossbandinu. Eftir krossbandsaðgerðina í Orkuhúsinu gekkst ég undir sjúkraþjálfun sem á sér engin fordæmi í heiminum. Daginn eftir aðgerðina var ég látinn þjálfa hnésbótarvöðvana með margvíslegum æfingum, en staðreyndin er sú að þessa vöðva má alls ekki þjálfa fyrr en sinarnar hafa vaxið aftur, u.þ.b. sex vikum eftir aðgerð. Þetta kemur fram í hverri einustu kennslubók í krossbandsaðgerðum sem ég hef fundið. Ég hef lýst umræddri sjúkraþjálfun fyrir fjölda lækna og enginn þeirra hefur heyrt um þvílíka meðferð. Ég sendi viðkomandi heilbrigðisstarfsmönnum og landlæknisembættinu bréf í upphafi árs 2009 og varaði við umræddum æfingum. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið mark á mér því annar sjúklingur með slitinn vöðva í hnésbótinni hefur haft samband við mig, en hann hlaut samskonar meðferð hjá sama sjúkraþjálfara seinna það árið. Í kjölfarið skipaði embætti landlæknis tvo álitsgjafa til að gefa umsagnir um kvartanir mínar. Umsagnaraðili aðgerðarhluta var Magnús Páll Albertsson, meðstofnandi læknastöðvar Orkuhússins og starfandi handarskurðlæknir þar til margra ára. Umsagnaraðili sjúkraþjálfunarhluta var Sigrún Vala Björnsdóttir, lektor við Háskóla Íslands. Þeirra niðurstaða var sú að engin mistök hafi verið gerð. Magnús segir í umsögn sinni að krossbandið hafi verið staðsett „á nákvæmlega sama stað og hið gamla“. Magnús rökstyður ekki niðurstöðu sína né sýnir fram á hana með myndrænum hætti. Ennfremur reynir hann ekki að skýra hvers vegna færasti krossbandssérfræðingur Dana taldi krossbandið rangt staðsett heldur gagnrýnir Magnús hann harðlega með því að segja hann beita ótraustvekjandi aðferðum án þess þó að skýra það að nokkru leyti. Ég brást við með að kynna mér krossbandsaðgerðir í þaula og las hundruð fræðigreina um anatómíu krossbanda og leitaði álits fjölda sérfræðinga sem allir hafa sammælst um að krossbandið var rangt staðsett. Í ljósi vitneskju minnar í dag er það mér hulið að Magnús hafi komist að þessari niðurstöðu og ég fullyrði að hann sé að segja ósatt. Ég hef getað fært sönnur á að krossbandið var rangt staðsett í báðum festingum sínum með margvíslegum hætti og með tilvísunum í fjölda greina og myndræn gögn. Ennfremur leynir Magnús þeirri staðreynd að sömu vöðvar slitnuðu og skorið var úr. Meira að segja gefur hann í skyn að annar vöðvi hafi slitnað en sá sem tilgreindur er í læknaskýrslu. Tilgangur Magnúsar er að hylma yfir þá staðreynd að um sömu vöðva voru að ræða. Magnús gengur svo langt að fullyrða að skemmdir á vöðvunum séu ekki afleiðing af aðgerðinni. Sigrún réttlætir sjúkraþjálfunina með því að vísa í fjölda greina sem fjalla eingöngu um krossbandsaðgerðir með sinatöku frá hnéskeljarsin, en það er ekki sú aðgerð sem ég gekkst undir. Það er velþekkt að þjálfun má byrja mun fyrr eftir slíkar aðgerðir. Ennfremur reynir Sigrún að réttlæta æfingar í tækjasal með því að vitna í grein án þess að minnast á að í henni er varað við notkun lóða í tvo mánuði eftir aðgerð. Ég sendi fyrirspurn til höfundar þeirrar greinar og fékk til baka afgerandi skoðun hans um að ég hafi fengið ranga sjúkraþjálfun. Sigrún varar við að sjúklingar fái skriflegt endurhæfingarplan eftir krossbandsaðgerðir, þó það tíðkist almennt, og einnig varar Sigrún við æfingum sem þó er mælt með í greinum sem hún vitnar sjálf í. Þessar ásamt fjölda annarra athugasemda sendi ég til landlæknis. Einnig kvartaði ég yfir málsmeðferð embættisins í 17 liðum. Síðar barst bréf frá landlækni þar sem segir að álitsgjafar hafi ekki svarað athugasemdum mínum og álit landlæknis standi því óbreytt. Ég fékk því engin svör við athugasemdum mínum. Kvörtunarbréfi mínu var heldur ekki svarað. Hér er um að ræða skipulagt og glæpsamlegt samsæri til að hindra að ég fái þær bætur sem ég á rétt á. Það gera allir mistök en það er ekki sama hvers eðlis mistökin eru. Ég var fórnarlamb ótrúlegrar vanþekkingar heilbrigðisstarfsmanna. Sjúklingar eiga að fá réttlátar bætur og heilbrigðisstarfsfólk á að tryggja sig fyrir mistökum. Ef landlæknir gegndi hlutverki sínu þá væri hægt að koma í veg fyrir mörg mistök. Frekari upplýsingar um mitt mál er að finna á vefsíðu minni, www.arnirichard.dk.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar