Af fordómum í garð Hjálpræðishersins Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. Að sjálfsögðu er umfjöllunin um þessi félagasamtök sem nú hafa starfað í hartnær 120 ár hér á landi fjölbreytt. Um samkomuhald þeirra sagði Þórbergur Þórðarson á sínum efri árum að þar „talaði lífið en ekki guðfræðin,“ en Þórbergur sótti samkomur í Herkastalanum á árunum 1906 til 1912 og er áhugavert að lesa bók hans Ofvitann í því samhengi sem hér er skrifað. Halldór Laxness þekkti líka vel til Hjálpræðishersins eins og greinilega kemur fram í bók hans um Sölku Völku. Af orðum hans má greina hrifningu á því hvernig einstaklingunum sem kenna sig við Hjálpræðisherinn tekst að samsama sig þeim sem eru staddir á erfiðum stað í lífinu.Fjölbreytt trúarflóra Sú staðreynd að kirkjur hafa ekki lengur einokandi hlutverk í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við og að nú ríkir samkeppni hefur breytt trúarbrögðunum og hugsunarhætti fólks um trú, líka á Íslandi. Einstaklingar búa ekki lengur almennt yfir trúarreynslu, efinn hefur fengið á sig ríkara form fræðimennskunnar og honum er gjarnan beint gegn kennisetningum. Siðferðisdómar birtast í fjölbreyttari myndum, hinn félagslegi stuðningur er annar og á tímum upplifir fólk sem það sé skilið eftir bjargarlaust. Þessi upplifun, samhliða minni virkri þátttöku fólks á trúarlegum vettvangi vill svo aftur leiða til þess að fólk hættir þátttöku og segir sig jafnvel úr trúfélagi. Gott er að hafa í huga að trúfrelsi var innleitt á Íslandi með nýrri stjórnarskrá 1874 á sama tíma og önnur mikilvæg mannréttindi eins og rétturinn til atvinnu, rétturinn til framfærslu, skoðana-, prent-, félaga- og fundafrelsi.Viðhorf í garð þeirra sem eiga öðruvísi trú Í þessu samhengi er ljóst að við þurfum að spyrja okkur hvaða mynd við gerum okkur af þeim sem hafa aðra trúarafstöðu eða lífssýn, sérstaklega ef þeir eru virkir þátttakendur í trúfélögum, og hvernig við umgöngumst aðra í fjöltrúarlegu samhengi. Leita þarf leiða til að við sem samfélag getum lifað í sátt og samlyndi, þrátt fyrir ólíka trú. Sá sem leggur upp í slíka leit verður að vera þess meðvitaður hvernig eigin trúarhefð og eigin trú eða lífsskoðun rúmar þá staðreynd að til sé fólk sem á sér aðra trú og trúarhefðir. Slík vinna felur einnig í sér sjálfsskoðun sem snýr að því hvernig einstaklingurinn getur tekist á við fjöltrúarlega færni þannig að hann sé ekki fastur í djúpum hjólförum eigin lífsskoðunar.Að byggja á því sem vel er gert Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að byggja á því sem vel er gert og spyrja hvernig hindra megi það sem brýtur samfélagið niður. Hvert sem litið er sjáum við að þeim sem vel tekst til með sumt, tekst hrapallega til með annað. Við erum ekki fullkomin. Við erum manneskjur. En með sameiginlegu átaki getum við bætt margt í mannlegu samfélagi. Saga Hjálpræðishersins hefur að geyma hvort tveggja, það sem vel hefur verið gert sem og það sem hefur mistekist hörmulega. Hjálpræðisherinn verður að læra að taka gagnrýni og byggja starf sitt á faglegum forsendum. En um leið verða þeir sem gagnrýna starf Hjálpræðishersins að reyna að draga úr alhæfingum og sleggjudómum og setja þess í stað fram faglega gagnrýni, ábendingar um góða starfshætti eða á annan hátt koma skilaboðum sínum þannig á framfæri að fólki og aðstæðum sé sýnd virðing.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun