Er Strætó bs ekki fyrir fatlaða? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 6. september 2012 06:00 Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar