Artemio, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Skínandi stígur, var handtekinn um helgina og fluttur strax á sjúkrahús vegna sára sem hann hlaut þegar til átaka kom við handtökuna.
Tveir félagar Artemios voru jafnframt handteknir.
Ollanta Humala, forseti Perú, sagði að eftir þessar handtökur væru samtökin að mestu lömuð.
Samtökin Skínandi stígur hafa undanfarið helst einbeitt sér að fíkniefnasölu, en stunduðu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar skæruhernað í nafni marxisma.- gb
Skínandi stígur sviptur leiðtoga
