Erlent

Lögðu hald á yfir hálft tonn af metamfetamíni og heróíni

Lögreglan í Sydney í Ástralíu hefur lagt hald á vel yfir hálft tonn af metamfetamíni og heróíni. Verðmæti fíkniefnanna er talið nema um 500 milljónum ástralskra dollara eða hátt í 70 milljörðum króna.

Sjö manns hafa verið handteknir í tengslum við málið og koma fjórir þeirra frá Hong Kong. Lagt var hald á rúmlega 300 kíló af metafmetamíni og er það mesta magn af því fíkniefni sem tekið hefur verið í sögu landsins. Einnig var lagt hald á rúmlega 250 kíló af heróíni en aðeins tvisvar áður hefur fundist meira magn af heróíni í einu í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×