Erlent

Santorum lýsir stuðningi við Romney

Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn.

Í bréfi til stuðningsmanna sinna hvetur hann þá til að fylkja liði á bakvið Romney sem er sama sem öruggur með að hljóta útnefninguna og keppa við Barack Obama um forsetaembættið.

Talið er að stuðningur Santorum, sem er sannkristinn, komi sér afar vel fyrir Romney en stórir hópar trúaðra Repúplikana eiga erfitt með að sætta sig við hann þar hann er mormónatrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×