Erlent

Google prófar sjálfstýrða bíla

Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri.

Yfirvöld í Nevada sem veittu leyfið krefjast þess þó að tveir menn séu ávallt í bílnum til öryggis. Google fullyrðir að öryggi í umferðinni muni aukast mikið, með tilkomu sjálfstýrðra bíla því þeir séu ónæmir fyrir öllu utanaðkomandi áreiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×