Erlent

Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína

Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni.

Þá hafa Kínverjar einnig neitað að heimila Al-Jazeera að senda annan fréttamann á staðinn en Chan hefur verið fréttaritari stöðvarinnar í Kína frá árinu 2007. Ástæða brottreksturs Chan er óljós, en Kínverjar segja hana hafa brotið reglur án þess að útskýra það frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×