Erlent

Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu

Uppreisnarmenn í Líbíu fagna þegar Gaddaffi var drepinn.
Uppreisnarmenn í Líbíu fagna þegar Gaddaffi var drepinn.
Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi.

Öryggisvörður hefur verið skotinn og liggur særður inni í ráðuneytinu. Ekki er fyllilega ljóst hvort forsætisráðherrann hafi verið staddur í ráðuneytinu þegar árásarmennirnir ruddust þangað inn. Flestir starfsmenn ráðuneytisins hafa flúið bygginguna, meðal þeirra var fjármálaráðherra Líbíu og aðstoðarforsætisráðherra landsins.

Uppreisnarmenn sigruðu Gaddaffi og stjórnarher hans fyrr á árinu. Síðan þá hefur verið töluverð ólga í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×