Harðir bardagar í höfuðborg Sýrlands 18. júlí 2012 05:00 Í flóttamannabúðum í Jórdaníu er fjöldi flóttamanna frá Sýrlandi. nordicphotos/AFP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reynir að ná samkomulagi um framhald friðargæslustarfs í Sýrlandi, en umboð núverandi friðargæslu rennur út á föstudag. Friðargæslan má sín þó lítils og hafa átökin í Sýrlandi versnað dag frá degi. Hörð átök hafa geisað í nokkrum hverfum Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, síðustu daga. Þetta eru hörðustu átökin í borginni frá því uppreisnin gegn Bashar al Assad forseta hófst snemma á síðasta ári. Það eru uppreisnarmenn sem berjast við stjórnarherinn, og hafa þyrlur verið notaðar til stuðnings hernum. Í gær breiddust átökin út til fleiri hverfa. Umboð 300 manna friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna rennur út í lok vikunnar, en ekki hefur tekist samkomulag í Öryggisráði SÞ um framhald aðgerða. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna, hélt til Rússlands í gær á fund þeirra Vladimírs Pútín forseta og Sergeis Lavrov utanríkisráðherra, til að reyna að fá þá til að styðja refsiaðgerðir gegn Sýrlandi, en Rússar hafa eins og Kínverjar staðið á móti slíku í Öryggisráðinu. Íbúar í borginni eru margir búnir að pakka niður helstu nauðsynjum og reiðubúnir til að flýja borgina með skömmum fyrirvara. Sumir eru þegar farnir. „Í töskunni minni eru vegabréf fjölskyldunnar, háskólagráður okkar, eitthvað af peningum og lyf," sagði 57 ára tveggja barna faðir í viðtali við fréttastofuna AP. Hann þorði ekki að gefa upp nafn sitt af ótta við hefndaraðgerðir. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að fara burt frá heimili sínu og öllu sem þú hefur unnið að, en þetta snýst um líf og dauða," sagði hann. Skotbardagar voru í miðborginni í gær, skammt frá þinghúsinu. Þeir bardagar stóðu reyndar stutt yfir og uppreisnarmenn flúðu skjótt af vettvangi. „Göturnar eru algerlega auðar, búðir eru lokaðar. Fólkið óttast það sem í vændum er," segir Omar Qabbouni, einn uppreisnarmanna í Damaskus. Hann sagði átta manns hafa fallið í borginni í gær þegar stjórnarherinn beitti þungavopnum og sprengjum.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reynir að ná samkomulagi um framhald friðargæslustarfs í Sýrlandi, en umboð núverandi friðargæslu rennur út á föstudag. Friðargæslan má sín þó lítils og hafa átökin í Sýrlandi versnað dag frá degi. Hörð átök hafa geisað í nokkrum hverfum Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, síðustu daga. Þetta eru hörðustu átökin í borginni frá því uppreisnin gegn Bashar al Assad forseta hófst snemma á síðasta ári. Það eru uppreisnarmenn sem berjast við stjórnarherinn, og hafa þyrlur verið notaðar til stuðnings hernum. Í gær breiddust átökin út til fleiri hverfa. Umboð 300 manna friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna rennur út í lok vikunnar, en ekki hefur tekist samkomulag í Öryggisráði SÞ um framhald aðgerða. Kofi Annan, erindreki Sameinuðu þjóðanna, hélt til Rússlands í gær á fund þeirra Vladimírs Pútín forseta og Sergeis Lavrov utanríkisráðherra, til að reyna að fá þá til að styðja refsiaðgerðir gegn Sýrlandi, en Rússar hafa eins og Kínverjar staðið á móti slíku í Öryggisráðinu. Íbúar í borginni eru margir búnir að pakka niður helstu nauðsynjum og reiðubúnir til að flýja borgina með skömmum fyrirvara. Sumir eru þegar farnir. „Í töskunni minni eru vegabréf fjölskyldunnar, háskólagráður okkar, eitthvað af peningum og lyf," sagði 57 ára tveggja barna faðir í viðtali við fréttastofuna AP. Hann þorði ekki að gefa upp nafn sitt af ótta við hefndaraðgerðir. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að fara burt frá heimili sínu og öllu sem þú hefur unnið að, en þetta snýst um líf og dauða," sagði hann. Skotbardagar voru í miðborginni í gær, skammt frá þinghúsinu. Þeir bardagar stóðu reyndar stutt yfir og uppreisnarmenn flúðu skjótt af vettvangi. „Göturnar eru algerlega auðar, búðir eru lokaðar. Fólkið óttast það sem í vændum er," segir Omar Qabbouni, einn uppreisnarmanna í Damaskus. Hann sagði átta manns hafa fallið í borginni í gær þegar stjórnarherinn beitti þungavopnum og sprengjum.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira