Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Jóna Benediktsdóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Útgerðarfyrirtæki landsins auglýsa nú grimmt gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi því sem hér hefur verið notast við um áratuga skeið og menn hafa verið sammála um að væri meingallað. Þessar auglýsingar verða til þess að ég, og margir fleiri, slökkva á sjónvarpinu strax eftir fréttir því maður nennir ekki að láta segja við sig hvaða bull sem er. Við höfum öll heyrt síendurteknar fréttir af því hvernig útgerðarfyrirtæki hreinlega krefjast þess að menn séu með þeim í liði, taki með þeim þátt í margs konar svindli, framhjáviktun og tegundablekkingum. Ef menn eru að basla við samvisku er þeim einfaldlega hótað atvinnumissi. Fyrirtæki hefur í hótunum við yfirvöld sem hyggjast skoða hvort það hafi brotið lög og hótar jafnframt að hefna sín á íbúum heils sveitarfélags. Þetta er það umhverfi sem við eigum að venjast þegar rætt er um stórútgerðir og er nema von að venjulegu fólki blöskri yfirgangurinn. Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk umboð frá þjóðinni til að gera breytingar á kerfinu við síðustu kosningar. Það umboð fékk hún meðal annars vegna langvarandi óánægju íbúa víðsvegar um landið með það hvernig farið hefur verið með þessa auðlind, sem samkvæmt stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar. Það er ekkert launungarmál að gríðarlegir fjármunir hafa verið teknir út úr greininni og notaðir í allskyns brask. Það hafa handhafar veiðiheimildanna getað gert vegna þess að lögin hafa heimilað þeim það. Þeir veðsettu veiðiheimildir og keyptu hlutabréf í bönkum og öðrum fyrirtækjum. Stundum þurfti ekki einu sinn veð til, menn gátu bara „stímað" út með 25 milljarða út á sitt góða nafn eingöngu. Eftir sitja stórskuldug fyrirtækin sem mörg hver eru varla rekstrarhæf og skuldirnar deilast á þjóðina. Auðvitað er hún ekki sátt. Á fundum víðsvegar um landið hefur komið fram að útgerðarmenn telja að ef þeir eigi að greiða gjöld til samfélagsins af arðinum sem fyrirtækin þeirra skapa muni þeir ekki geta greitt niður skuldir sem tilkomnar eru vegna kvótakaupa. Sú staðhæfing stenst ekki því gefið hefur verið út að fyrirtæki sem eru illa stödd vegna kvótakaupa geti fengið afslátt af veiðigjaldinu ef þau sýna fram á það að þau noti arðinn til að greiða niður kvótaskuldir. Lesist – opni bókhaldið. Útgerðarmenn reyna líka að fá samúð okkar vegna þess að laun sjómanna muni lækka við þessa breytingu. Það stenst ekki heldur þar sem veiðigjaldið skal reiknast af arðinum sem myndast eftir að allur fastur kostnaður fyrirtækjanna hefur verið greiddur, þar með talin laun. Nú eftir stendur sú staðhæfing þeirra að mun minni fiskur muni berast á land. Hvernig menn fá það út er óskiljanlegt, nema ef menn halda að fiskurinn verði svo miður sín að hann leggi á flótta. Það mun verða jafnmikið eða meira framboð af fiski, það er bara ekki víst að sægreifarnir sitji einir að því að veiða hann og hafa af honum þær tekjur sem hann gefur. Núverandi handhafar veiðiheimilda munu áfram geta veitt fisk, þeim bjóðast nýtingarleyfi til 20 ára. Það þykir flestum nægileg trygging fyrir fjárfestingum. En framsali og braski verða settar aðeins meiri skorður en áður. Við, venjulega fólkið sem ekki erum í útgerð, köllum eftir því að útgerðarmenn sýni fram á það að þeim sé treystandi fyrir þessari auðlind sem við eigum öll saman en þeir hafa fengið að nýta. Það gera þeir með því að sýna samfélagslega ábyrgð og ræða málin, en ekki með því að hafa í hótunum eða hrópa upp staðhæfingar sem aðeins þola eitt ákveðið sjónarhorn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki landsins auglýsa nú grimmt gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi því sem hér hefur verið notast við um áratuga skeið og menn hafa verið sammála um að væri meingallað. Þessar auglýsingar verða til þess að ég, og margir fleiri, slökkva á sjónvarpinu strax eftir fréttir því maður nennir ekki að láta segja við sig hvaða bull sem er. Við höfum öll heyrt síendurteknar fréttir af því hvernig útgerðarfyrirtæki hreinlega krefjast þess að menn séu með þeim í liði, taki með þeim þátt í margs konar svindli, framhjáviktun og tegundablekkingum. Ef menn eru að basla við samvisku er þeim einfaldlega hótað atvinnumissi. Fyrirtæki hefur í hótunum við yfirvöld sem hyggjast skoða hvort það hafi brotið lög og hótar jafnframt að hefna sín á íbúum heils sveitarfélags. Þetta er það umhverfi sem við eigum að venjast þegar rætt er um stórútgerðir og er nema von að venjulegu fólki blöskri yfirgangurinn. Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk umboð frá þjóðinni til að gera breytingar á kerfinu við síðustu kosningar. Það umboð fékk hún meðal annars vegna langvarandi óánægju íbúa víðsvegar um landið með það hvernig farið hefur verið með þessa auðlind, sem samkvæmt stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar. Það er ekkert launungarmál að gríðarlegir fjármunir hafa verið teknir út úr greininni og notaðir í allskyns brask. Það hafa handhafar veiðiheimildanna getað gert vegna þess að lögin hafa heimilað þeim það. Þeir veðsettu veiðiheimildir og keyptu hlutabréf í bönkum og öðrum fyrirtækjum. Stundum þurfti ekki einu sinn veð til, menn gátu bara „stímað" út með 25 milljarða út á sitt góða nafn eingöngu. Eftir sitja stórskuldug fyrirtækin sem mörg hver eru varla rekstrarhæf og skuldirnar deilast á þjóðina. Auðvitað er hún ekki sátt. Á fundum víðsvegar um landið hefur komið fram að útgerðarmenn telja að ef þeir eigi að greiða gjöld til samfélagsins af arðinum sem fyrirtækin þeirra skapa muni þeir ekki geta greitt niður skuldir sem tilkomnar eru vegna kvótakaupa. Sú staðhæfing stenst ekki því gefið hefur verið út að fyrirtæki sem eru illa stödd vegna kvótakaupa geti fengið afslátt af veiðigjaldinu ef þau sýna fram á það að þau noti arðinn til að greiða niður kvótaskuldir. Lesist – opni bókhaldið. Útgerðarmenn reyna líka að fá samúð okkar vegna þess að laun sjómanna muni lækka við þessa breytingu. Það stenst ekki heldur þar sem veiðigjaldið skal reiknast af arðinum sem myndast eftir að allur fastur kostnaður fyrirtækjanna hefur verið greiddur, þar með talin laun. Nú eftir stendur sú staðhæfing þeirra að mun minni fiskur muni berast á land. Hvernig menn fá það út er óskiljanlegt, nema ef menn halda að fiskurinn verði svo miður sín að hann leggi á flótta. Það mun verða jafnmikið eða meira framboð af fiski, það er bara ekki víst að sægreifarnir sitji einir að því að veiða hann og hafa af honum þær tekjur sem hann gefur. Núverandi handhafar veiðiheimilda munu áfram geta veitt fisk, þeim bjóðast nýtingarleyfi til 20 ára. Það þykir flestum nægileg trygging fyrir fjárfestingum. En framsali og braski verða settar aðeins meiri skorður en áður. Við, venjulega fólkið sem ekki erum í útgerð, köllum eftir því að útgerðarmenn sýni fram á það að þeim sé treystandi fyrir þessari auðlind sem við eigum öll saman en þeir hafa fengið að nýta. Það gera þeir með því að sýna samfélagslega ábyrgð og ræða málin, en ekki með því að hafa í hótunum eða hrópa upp staðhæfingar sem aðeins þola eitt ákveðið sjónarhorn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar