Verður þá enginn fiskur veiddur meir? Jóna Benediktsdóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Útgerðarfyrirtæki landsins auglýsa nú grimmt gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi því sem hér hefur verið notast við um áratuga skeið og menn hafa verið sammála um að væri meingallað. Þessar auglýsingar verða til þess að ég, og margir fleiri, slökkva á sjónvarpinu strax eftir fréttir því maður nennir ekki að láta segja við sig hvaða bull sem er. Við höfum öll heyrt síendurteknar fréttir af því hvernig útgerðarfyrirtæki hreinlega krefjast þess að menn séu með þeim í liði, taki með þeim þátt í margs konar svindli, framhjáviktun og tegundablekkingum. Ef menn eru að basla við samvisku er þeim einfaldlega hótað atvinnumissi. Fyrirtæki hefur í hótunum við yfirvöld sem hyggjast skoða hvort það hafi brotið lög og hótar jafnframt að hefna sín á íbúum heils sveitarfélags. Þetta er það umhverfi sem við eigum að venjast þegar rætt er um stórútgerðir og er nema von að venjulegu fólki blöskri yfirgangurinn. Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk umboð frá þjóðinni til að gera breytingar á kerfinu við síðustu kosningar. Það umboð fékk hún meðal annars vegna langvarandi óánægju íbúa víðsvegar um landið með það hvernig farið hefur verið með þessa auðlind, sem samkvæmt stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar. Það er ekkert launungarmál að gríðarlegir fjármunir hafa verið teknir út úr greininni og notaðir í allskyns brask. Það hafa handhafar veiðiheimildanna getað gert vegna þess að lögin hafa heimilað þeim það. Þeir veðsettu veiðiheimildir og keyptu hlutabréf í bönkum og öðrum fyrirtækjum. Stundum þurfti ekki einu sinn veð til, menn gátu bara „stímað" út með 25 milljarða út á sitt góða nafn eingöngu. Eftir sitja stórskuldug fyrirtækin sem mörg hver eru varla rekstrarhæf og skuldirnar deilast á þjóðina. Auðvitað er hún ekki sátt. Á fundum víðsvegar um landið hefur komið fram að útgerðarmenn telja að ef þeir eigi að greiða gjöld til samfélagsins af arðinum sem fyrirtækin þeirra skapa muni þeir ekki geta greitt niður skuldir sem tilkomnar eru vegna kvótakaupa. Sú staðhæfing stenst ekki því gefið hefur verið út að fyrirtæki sem eru illa stödd vegna kvótakaupa geti fengið afslátt af veiðigjaldinu ef þau sýna fram á það að þau noti arðinn til að greiða niður kvótaskuldir. Lesist – opni bókhaldið. Útgerðarmenn reyna líka að fá samúð okkar vegna þess að laun sjómanna muni lækka við þessa breytingu. Það stenst ekki heldur þar sem veiðigjaldið skal reiknast af arðinum sem myndast eftir að allur fastur kostnaður fyrirtækjanna hefur verið greiddur, þar með talin laun. Nú eftir stendur sú staðhæfing þeirra að mun minni fiskur muni berast á land. Hvernig menn fá það út er óskiljanlegt, nema ef menn halda að fiskurinn verði svo miður sín að hann leggi á flótta. Það mun verða jafnmikið eða meira framboð af fiski, það er bara ekki víst að sægreifarnir sitji einir að því að veiða hann og hafa af honum þær tekjur sem hann gefur. Núverandi handhafar veiðiheimilda munu áfram geta veitt fisk, þeim bjóðast nýtingarleyfi til 20 ára. Það þykir flestum nægileg trygging fyrir fjárfestingum. En framsali og braski verða settar aðeins meiri skorður en áður. Við, venjulega fólkið sem ekki erum í útgerð, köllum eftir því að útgerðarmenn sýni fram á það að þeim sé treystandi fyrir þessari auðlind sem við eigum öll saman en þeir hafa fengið að nýta. Það gera þeir með því að sýna samfélagslega ábyrgð og ræða málin, en ekki með því að hafa í hótunum eða hrópa upp staðhæfingar sem aðeins þola eitt ákveðið sjónarhorn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki landsins auglýsa nú grimmt gegn fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi því sem hér hefur verið notast við um áratuga skeið og menn hafa verið sammála um að væri meingallað. Þessar auglýsingar verða til þess að ég, og margir fleiri, slökkva á sjónvarpinu strax eftir fréttir því maður nennir ekki að láta segja við sig hvaða bull sem er. Við höfum öll heyrt síendurteknar fréttir af því hvernig útgerðarfyrirtæki hreinlega krefjast þess að menn séu með þeim í liði, taki með þeim þátt í margs konar svindli, framhjáviktun og tegundablekkingum. Ef menn eru að basla við samvisku er þeim einfaldlega hótað atvinnumissi. Fyrirtæki hefur í hótunum við yfirvöld sem hyggjast skoða hvort það hafi brotið lög og hótar jafnframt að hefna sín á íbúum heils sveitarfélags. Þetta er það umhverfi sem við eigum að venjast þegar rætt er um stórútgerðir og er nema von að venjulegu fólki blöskri yfirgangurinn. Sú ríkisstjórn sem nú situr fékk umboð frá þjóðinni til að gera breytingar á kerfinu við síðustu kosningar. Það umboð fékk hún meðal annars vegna langvarandi óánægju íbúa víðsvegar um landið með það hvernig farið hefur verið með þessa auðlind, sem samkvæmt stjórnarskrá er sameign þjóðarinnar. Það er ekkert launungarmál að gríðarlegir fjármunir hafa verið teknir út úr greininni og notaðir í allskyns brask. Það hafa handhafar veiðiheimildanna getað gert vegna þess að lögin hafa heimilað þeim það. Þeir veðsettu veiðiheimildir og keyptu hlutabréf í bönkum og öðrum fyrirtækjum. Stundum þurfti ekki einu sinn veð til, menn gátu bara „stímað" út með 25 milljarða út á sitt góða nafn eingöngu. Eftir sitja stórskuldug fyrirtækin sem mörg hver eru varla rekstrarhæf og skuldirnar deilast á þjóðina. Auðvitað er hún ekki sátt. Á fundum víðsvegar um landið hefur komið fram að útgerðarmenn telja að ef þeir eigi að greiða gjöld til samfélagsins af arðinum sem fyrirtækin þeirra skapa muni þeir ekki geta greitt niður skuldir sem tilkomnar eru vegna kvótakaupa. Sú staðhæfing stenst ekki því gefið hefur verið út að fyrirtæki sem eru illa stödd vegna kvótakaupa geti fengið afslátt af veiðigjaldinu ef þau sýna fram á það að þau noti arðinn til að greiða niður kvótaskuldir. Lesist – opni bókhaldið. Útgerðarmenn reyna líka að fá samúð okkar vegna þess að laun sjómanna muni lækka við þessa breytingu. Það stenst ekki heldur þar sem veiðigjaldið skal reiknast af arðinum sem myndast eftir að allur fastur kostnaður fyrirtækjanna hefur verið greiddur, þar með talin laun. Nú eftir stendur sú staðhæfing þeirra að mun minni fiskur muni berast á land. Hvernig menn fá það út er óskiljanlegt, nema ef menn halda að fiskurinn verði svo miður sín að hann leggi á flótta. Það mun verða jafnmikið eða meira framboð af fiski, það er bara ekki víst að sægreifarnir sitji einir að því að veiða hann og hafa af honum þær tekjur sem hann gefur. Núverandi handhafar veiðiheimilda munu áfram geta veitt fisk, þeim bjóðast nýtingarleyfi til 20 ára. Það þykir flestum nægileg trygging fyrir fjárfestingum. En framsali og braski verða settar aðeins meiri skorður en áður. Við, venjulega fólkið sem ekki erum í útgerð, köllum eftir því að útgerðarmenn sýni fram á það að þeim sé treystandi fyrir þessari auðlind sem við eigum öll saman en þeir hafa fengið að nýta. Það gera þeir með því að sýna samfélagslega ábyrgð og ræða málin, en ekki með því að hafa í hótunum eða hrópa upp staðhæfingar sem aðeins þola eitt ákveðið sjónarhorn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar