Ábyrgðarlaus stjórnvöld og erfðaprinsar í sjávarútveginum Vilhelm Jónsson skrifar 7. mars 2012 06:00 Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman. Eðlilegast er að innkalla fiskveiðikvótann og setja á markað með aðlögun og fyrningu, en aðeins fyrir þá sem hafa sannarlega keypt kvóta. Kerfi er ekki svona gott miðað við að þurfa að afskrifa hundruð milljarða hjá útgerðinni. Dótturfélag Skinney –þinganes fékk afskrifað 2,6 milljarða, á sama tíma var félagið rekið með ríflegum hagnaði. Hefði álver ekki risið við Reyðarfjörð væri ekki gott atvinnuástand á Eskifirði, þar sem útgerðarfélagið Eskja leigir allan bolfiskkvóta frá sér og engin fiskvinnsla hefur verið árum saman, eftir að önnur og þriðja kynslóðin tók við. Erfðaprinsarnir hans Alla ríka voru borgaðir út fyrir tæpa fjóra milljarða, væri svo eftir öðru að bankinn hefði síðan þurft að afskrifa nokkra milljarða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Fiskvinnsla er ekki lengur starfrækt hjá Eskju, eðlilegast væri að byggðarlögum sem hafa litlar sem engar aflaheimildir væri úthlutað kvótanum. Fyrirtækið hefur ekki frekar en mörg önnur útgerðarfélög keypt nema lítinn hluta af kvóta, sem þeir hafa haft til umráða og leigja síðan út. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefur nánast einn maður örlög byggðarlagsins í hendi sér, sem er búið að sýna sig í ýmsum bæjum um allt land með tilheyrandi hörmungum. Atvinnuástandið víðsvegar um landið væri ekki svona erfitt ef kvótabrask og framsal hefði ekki viðgengist árum saman, til að hámarka gróða hjá útvöldum, fyrirkomulagið er svo varið til að auka hagræðingu og arðsemi í greininni. Útgerðin er ekki betur rekin en svo að hún skuldar 600 milljarða, hefur verið og þarf að afskrifa hundruð milljarða hjá henni þar sem hún er ekki sjálfbær, vegna þess að hún er illa rekin vegna óráðsíu. Í mars 2010 sagði framkvæmdastjóri LÍÚ að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði að afskrifa sem fyrst, þar sem skuldirnar standi greininni fyrir þrifum. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum. Þessi yfirlýsing eru helst til þess fallin að gefa til kynna hversu óábyrg og galin sjávarútvegurinn hefur verið rekinn undanfarna áratugi. LÍÚ mun verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm þar sem ofsagróðahagsmunir eru í húfi, með stuðningi bankanna til að hámarka hagnaðinn þeirra. Það er kominn tími til að leiðrétta áróður LÍÚ þegar þeir þykjast hafa keypt mestallan kvóta, sem er í flestum tilfellum ekki rétt. Stjórnvöld fara ekki gegn LÍÚ og bankaelítunni, þar sem útgerðin er veðsett upp í rjáfur vegna óráðsíu. Tekist er á um að verja mikla hagsmuni útvaldra þar sem sumir fá kvóta og framselja eða leigja síðan árum saman. Stjórnvöld ætla að koma með fiskveiðafrumvarp þar sem sýndarmennsku auðlindargjald verður sett á og óveruleg aukning á strandveiðar, og væntanlega ekki hreift við framsali þar sem þau vilja eða þora ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem hefur viðgengist. Fyrirtæki í öllum greinum geta náð meiri hagkvæmni og arðsemi ef þeim liðist slíkt háttalag og einokun sem LÍÚ hefur haft. Skilanefnd Landsbankans segir aðeins til fyrir forgangskröfu Icesave upp á 674 milljarða. Fjármálaráðherra skuldar þjóðinni að upplýsa hvar hann ætlaði að taka hundruð milljarða sem vantar í (Svavars samning) sem hann vildi réttlæta, t.d. til að byggja Búðarhálsvirkjun. Stjórnvöld voru veruleikafirrt árum saman, sem sýndi sig í bankahruninu þar sem allt átti að vera í góðu lagi, menn skyldu ekki útiloka að þau séu það ennþá. Það kemur að því að almenningur áttar sig hvað stjórnvöld eru óábyrg. Meðan ríkið þarf að borga 100 milljarða vexti á ári, er ekki réttlætanlegt til að auka atvinulífið að byggja sjúkrahús, fangelsi, jarðgöng, nýja ferju og því síður halda áfram að dýpka drullupollinn á Landeyjarsandi, ásamt öðrum gæluverkefnum sem við höfum ekki efni á. Stjórnvöld eru óábyrg og því verður að linna áður en illa fer. Almenningur verður að átta sig á hvað auðlindin skiptir miklu fyrir lífskjör og afkomu um ókomin ár, þar sem við getum ekki lengur lifað á lánum og verðum að gera meiri verðmæti úr auðlindum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman. Eðlilegast er að innkalla fiskveiðikvótann og setja á markað með aðlögun og fyrningu, en aðeins fyrir þá sem hafa sannarlega keypt kvóta. Kerfi er ekki svona gott miðað við að þurfa að afskrifa hundruð milljarða hjá útgerðinni. Dótturfélag Skinney –þinganes fékk afskrifað 2,6 milljarða, á sama tíma var félagið rekið með ríflegum hagnaði. Hefði álver ekki risið við Reyðarfjörð væri ekki gott atvinnuástand á Eskifirði, þar sem útgerðarfélagið Eskja leigir allan bolfiskkvóta frá sér og engin fiskvinnsla hefur verið árum saman, eftir að önnur og þriðja kynslóðin tók við. Erfðaprinsarnir hans Alla ríka voru borgaðir út fyrir tæpa fjóra milljarða, væri svo eftir öðru að bankinn hefði síðan þurft að afskrifa nokkra milljarða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Fiskvinnsla er ekki lengur starfrækt hjá Eskju, eðlilegast væri að byggðarlögum sem hafa litlar sem engar aflaheimildir væri úthlutað kvótanum. Fyrirtækið hefur ekki frekar en mörg önnur útgerðarfélög keypt nema lítinn hluta af kvóta, sem þeir hafa haft til umráða og leigja síðan út. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefur nánast einn maður örlög byggðarlagsins í hendi sér, sem er búið að sýna sig í ýmsum bæjum um allt land með tilheyrandi hörmungum. Atvinnuástandið víðsvegar um landið væri ekki svona erfitt ef kvótabrask og framsal hefði ekki viðgengist árum saman, til að hámarka gróða hjá útvöldum, fyrirkomulagið er svo varið til að auka hagræðingu og arðsemi í greininni. Útgerðin er ekki betur rekin en svo að hún skuldar 600 milljarða, hefur verið og þarf að afskrifa hundruð milljarða hjá henni þar sem hún er ekki sjálfbær, vegna þess að hún er illa rekin vegna óráðsíu. Í mars 2010 sagði framkvæmdastjóri LÍÚ að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði að afskrifa sem fyrst, þar sem skuldirnar standi greininni fyrir þrifum. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum. Þessi yfirlýsing eru helst til þess fallin að gefa til kynna hversu óábyrg og galin sjávarútvegurinn hefur verið rekinn undanfarna áratugi. LÍÚ mun verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm þar sem ofsagróðahagsmunir eru í húfi, með stuðningi bankanna til að hámarka hagnaðinn þeirra. Það er kominn tími til að leiðrétta áróður LÍÚ þegar þeir þykjast hafa keypt mestallan kvóta, sem er í flestum tilfellum ekki rétt. Stjórnvöld fara ekki gegn LÍÚ og bankaelítunni, þar sem útgerðin er veðsett upp í rjáfur vegna óráðsíu. Tekist er á um að verja mikla hagsmuni útvaldra þar sem sumir fá kvóta og framselja eða leigja síðan árum saman. Stjórnvöld ætla að koma með fiskveiðafrumvarp þar sem sýndarmennsku auðlindargjald verður sett á og óveruleg aukning á strandveiðar, og væntanlega ekki hreift við framsali þar sem þau vilja eða þora ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem hefur viðgengist. Fyrirtæki í öllum greinum geta náð meiri hagkvæmni og arðsemi ef þeim liðist slíkt háttalag og einokun sem LÍÚ hefur haft. Skilanefnd Landsbankans segir aðeins til fyrir forgangskröfu Icesave upp á 674 milljarða. Fjármálaráðherra skuldar þjóðinni að upplýsa hvar hann ætlaði að taka hundruð milljarða sem vantar í (Svavars samning) sem hann vildi réttlæta, t.d. til að byggja Búðarhálsvirkjun. Stjórnvöld voru veruleikafirrt árum saman, sem sýndi sig í bankahruninu þar sem allt átti að vera í góðu lagi, menn skyldu ekki útiloka að þau séu það ennþá. Það kemur að því að almenningur áttar sig hvað stjórnvöld eru óábyrg. Meðan ríkið þarf að borga 100 milljarða vexti á ári, er ekki réttlætanlegt til að auka atvinulífið að byggja sjúkrahús, fangelsi, jarðgöng, nýja ferju og því síður halda áfram að dýpka drullupollinn á Landeyjarsandi, ásamt öðrum gæluverkefnum sem við höfum ekki efni á. Stjórnvöld eru óábyrg og því verður að linna áður en illa fer. Almenningur verður að átta sig á hvað auðlindin skiptir miklu fyrir lífskjör og afkomu um ókomin ár, þar sem við getum ekki lengur lifað á lánum og verðum að gera meiri verðmæti úr auðlindum okkar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar