Erlent

Netheimar á hvolfi eftir að aukasekúndu var bætt við

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Auksekúndu var bætt við júnímánuð svo að klukkur jarðarinnar væru í takt við snúning jarðar.
Auksekúndu var bætt við júnímánuð svo að klukkur jarðarinnar væru í takt við snúning jarðar. mynd/AP
Nokkrar af vinsælustu vefsíðum veraldar hrundu þegar opinberir tímaverðir jarðarinnar bættu aukasekúndu við júnímánuð. Var þetta gert svo að klukkur og önnur mælitæki væru í takt við snúning jarðar.

Á meðal þeirra vefsíða sem hrundu voru LinkedIn, FourSquare, Reddit, StumpleUpon, Mozilla og Gawker. Stýrikerfið Linux hrundi einnig þegar sekúndunni var bætt við. Tæknirisinn Google slapp þó með skrekkinn enda höfðu verkfræðingar fyrirtækisins bætt stöku millisekúndu við tímatal netþjóna sinna.

Hér má sjá Twitter-færslu Reddit stuttu eftir að vefsíðan hrundi:

Í almanaksskýringum Háskóla Íslands kemur fram að heimstíminn jafngildi ávallt miðtíma Greenwich. Hann getur þó ekki fylgt honum nákvæmlega vegna þeirrar kröfu að hver sekúnda í heimstíma sé jafnlöng atómsekúndunni.

Ef munur tímanna verður meiri en 0.9 sekúndur er annað hvort skotið inn aukasekúndu eða sekúnda felld niður.

Fjöldi athugunarstöðva kemur að því að ákvarða heimstímann og eftir samræmdri niðurstöðu þeirra eru klukkur síðan stillar um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×