Lífið

Var tilbúinn að giftast 14 ára

Hjónaleysin Justin Timberlake og Jessica Biel.
Hjónaleysin Justin Timberlake og Jessica Biel. nordicphotos/getty
Justin Timberlake hefur verið tilbúinn að ganga í það heilaga síðan hann var fjórtán ára ef marka má félaga hans í hljómsveitinni, N Sync, Lance Bass.

Bass segir í viðtali US Weekly: "Justin hefur alltaf verið rómantískur og á auðvelt með að verða ástfanginn. Hann hefur verið heppinn með langtímasambönd en hann er ekki týpan sem flakkar á milli stúlkna."

Bass heldur áfram og dásamar Biel. "Hún er strákastelpa sem elskar að drekka bjór og fylgist með íþróttum. Hann þarf einhverja sem nennir að hanga með honum og strákunum."

Timberlake fór á skeljarnar í desember í fyrra en parið hefur verið saman í fimm ár. Timberlake segir lykilinn að farsælu sambandi þeirra vera að hann leyfi leikkonunni að ráða í einu og öllu. "Hingað til hefur sú regla virkað vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.