Lífið

Margrét Edda Gnarr á leiðinni á heimsmeistaramót

Margrét Edda sem er önnur frá vinstri er nýbyrjuð að vinna hjá Vodafone.
Margrét Edda sem er önnur frá vinstri er nýbyrjuð að vinna hjá Vodafone.
"Ég fékk vinnu hjà söluveri Vodafone. Mun vinna við ùthringingar," segir Margrét Edda Gnarr dóttir borgarstjóra Reykjavíkur sem eyðir dágóðum tíma í æfingar þessa dagana samhliða nýja starfinu þar sem hún undirbýr sig fyrir hvorki meira né minna en þrjú fitness mót sem eru framundan á þessu ári. Heimsmeistaramót erlendis í haust og bikarmótið í Reykjavík sem fram fer í nóvember.

"Undirbúningur gengur rosalega vel. Ég er að lyfta sex sinnum í viku í Sporthúsinu og er á taekwondoæfingum þrisvar í viku í Combat Gym. Ég ætla að fjölga taekwondo æfingunum svo meir í vetur. Ég byrjaði í niðurskurði fyrir nokkrum dögum og það gengur líka rosalega vel," segir Margrét.

Mótin sem Margrét Edd ætlar að keppa:

6-8 október IFBB Heimsmeistaramót kvenna í fitness í Póllandi

12-14 október Arnold Classic Europe í Madríd

Nóvember Bikarmót í Reykjavík






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.