Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl Dr. Edward H. Huijbens og Dr. Karl Benediktsson skrifar 20. september 2012 06:00 Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun