Óskar Bjarni að hætta með landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. október 2012 09:00 Guðmundur og Óskar Bjarni unnu vel saman og náðu einstökum árangri. Nú taka nýir menn við.fréttablaðið/vilhelm Guðmundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson náðu frábærum árangri saman með handboltalandsliðið. Guðmundur hætti eftir Ólympíuleikana í London en Óskar Bjarni hafði fullan hug á því að halda áfram ef hann gæti. Óskar Bjarni er aftur á móti nýtekinn við danska liðinu Viborg og það er því meira en að segja það fyrir hann að stökkva frá liðinu í landsliðsverkefni. Sérstaklega þar sem illa hefur gengið hjá liði hans í upphafi vetrar. Viborg situr í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið leik af fyrstu sjö í vetur. Það er því verk að vinna hjá Óskari í Danmörku. „Ég verð að viðurkenna að mig langar til þess að vera í kringum þetta. Mig langar að vera með Aroni og strákunum og reyna að púsla þessu öllu saman hjá mér. Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu og því erfitt að hætta. Þetta er það skemmtilegt og gefandi," sagði Óskar Bjarni við Fréttablaðið í lok ágúst er hann var að vinna í því að fá að halda áfram með landsliðið. Fari svo, eins og allt bendir til, að Óskar geti ekki verið þjálfaranum, Aroni Kristjánssyni, innan handar mun reyndur kappi taka hans stöðu. Það er Gunnar Magnússon sem var í þjálfarateymi Guðmundar Guðmundssonar. Gunnar hefur verið í landsliðsþjálfarateyminu frá því árið 2003 fyrir utan þann tíma sem Viggó Sigurðsson var með liðið. Gunnar þekkir því umhverfið og strákana í liðinu vel. „Mér líst bara vel á þetta ef af verður að ég verði aðstoðarþjálfari. Ég hef verið í sífellt stærri hlutverki með Guðmundi og Óskari. Ég er því til í þetta ef til þess kemur," sagði Gunnar sem hefur verið að þjálfa út í Noregi síðustu ár. Hans lið er nú á toppnum í norsku B-deildinni en liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gunnars. Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson og Óskar Bjarni Óskarsson náðu frábærum árangri saman með handboltalandsliðið. Guðmundur hætti eftir Ólympíuleikana í London en Óskar Bjarni hafði fullan hug á því að halda áfram ef hann gæti. Óskar Bjarni er aftur á móti nýtekinn við danska liðinu Viborg og það er því meira en að segja það fyrir hann að stökkva frá liðinu í landsliðsverkefni. Sérstaklega þar sem illa hefur gengið hjá liði hans í upphafi vetrar. Viborg situr í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið leik af fyrstu sjö í vetur. Það er því verk að vinna hjá Óskari í Danmörku. „Ég verð að viðurkenna að mig langar til þess að vera í kringum þetta. Mig langar að vera með Aroni og strákunum og reyna að púsla þessu öllu saman hjá mér. Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu og því erfitt að hætta. Þetta er það skemmtilegt og gefandi," sagði Óskar Bjarni við Fréttablaðið í lok ágúst er hann var að vinna í því að fá að halda áfram með landsliðið. Fari svo, eins og allt bendir til, að Óskar geti ekki verið þjálfaranum, Aroni Kristjánssyni, innan handar mun reyndur kappi taka hans stöðu. Það er Gunnar Magnússon sem var í þjálfarateymi Guðmundar Guðmundssonar. Gunnar hefur verið í landsliðsþjálfarateyminu frá því árið 2003 fyrir utan þann tíma sem Viggó Sigurðsson var með liðið. Gunnar þekkir því umhverfið og strákana í liðinu vel. „Mér líst bara vel á þetta ef af verður að ég verði aðstoðarþjálfari. Ég hef verið í sífellt stærri hlutverki með Guðmundi og Óskari. Ég er því til í þetta ef til þess kemur," sagði Gunnar sem hefur verið að þjálfa út í Noregi síðustu ár. Hans lið er nú á toppnum í norsku B-deildinni en liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn Gunnars.
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira