Grandinn tekur stakkaskiptum 20. október 2012 15:00 Steinunn Sigurðardóttir. Undanfarin ár hefur Grandinn í Reykjavík tekið miklum stakkaskiptum. Margvísleg fyrirtæki og verslanir hafa sprottið upp á svæði sem eitt sinn var lagt undir starfsemi sem tengdist sjávarútvegi. Sigríður Björg Tómasdóttir blaðamaður og Stefán Karlson ljósmyndari tóku púlsinn úti á Granda í fallegu haustveðri og hittu fyrir fjölbreytilegan hóp athafnafólks. VIL EKKI VERA ANNARS STAÐARBergþóra Guðnadóttir hönnuður í Farmers Market."Ég þekki Grandann vel og vil hvergi annars staðar vera," segir Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og eigandi Farmers Market. "Ég og maðurinn minn [Jóel Pálsson] festum kaup á húsnæði fyrir verslun og vinnustofu fyrir nokkrum árum. Við fluttum okkur svo nýverið um set í stærra húsnæði og fáum mikla traffík hingað. Það hékk fólk á hurðarhúninum í morgun," segir Bergþóra en ný Farmers Market verslun er við Hólmaslóð 2. "Núna höfum við líka pláss fyrir vörur annarra og svo rekum við líltið gallerí á einum veggnum," segir Bergþóra sem sést hér á vinnustofu sinni. NÝFLUTTIRDavid og Emil í Kríu."Ég beið eftir því að þetta húsnæði yrði auglýst til leigu og stökk til þegar það var gert," segir David Robertsson annar eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu sem nýverið flutti af Hólmaslóð á Grandagarð. "Það er meira lif hér sem er gott fyrir okkur," segir David sem er hér með Emil Guðmundssyni meðeiganda sínum. VIÐ SJALDSÉÐAN GLUGGA Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður.Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður hefur verið með vinnustofu í verbúðunum við Grandagarð í nokkur ár. "Það er sífellt að færast meira líf hingað úti á Grandann sem er alveg frábært," segir Ragnheiður sem hefur opið á verslunartímum á vinnustofu sinni. "Ég er ein af fáum sem hef glugga í götuhæð á rýminu sem ég leigi, þannig að fólk sér að ég er við. Annars á fólk bara að vera ófieimið að taka í hurðarhúnana, hér er margt á seyði bakvið bláu dyrnar." LÖGMÁL MARKAÐARINSGuðlaugur Gunnarsson.Guðlaugur Gunnarsson hefur dagana á Fiskmarkaðnum við Grandagarð en hann flytur fisk út á fiskmarkaði í Bretlandi. "Maður græðir stundum og tapar stundum," sagði Guðlaugur sem var á þönum þegar Fréttablaðið bankaði uppá. "Annars er ekki meira að gerast hér á fimmtudögum, fyrrihluti vikunnar er fjörugri, þið ættuð að vera á ferðinni þá YNDISLEGTSigga Heimis hönnuður.Sigga Heimis hönnuður flutti vinnustofuna sína út á Grandagarð fyrir ári síðan. "Það er frábært að vera hérna. Ég reyni að hafa opið hér hjá mér fjóra daga í viku enda gert ráð fyrir því að starfsemin í verbúðunum sé opin gestum og gangandi. Ég er hér með sýnishorn af verkunum mínum til sölu," segir Sigga sem meðal annars hefur hannað fyrir Ikea. SAKNAR NEFTÓBAKSKARLANASveinn, Eiríkur og Hörður hjá Brimrúnu."Ég hef unnið hér úti á Granda síðan 1993 og breytingarnar eru gríðarlegar. Þá var höfnin miklu stærri og Slippurinn sömleiðs. Hér voru þá neftóbakskarlar og allt iðandi af lífi við höfnina, ég sakna þess," segir Sveinn Kristján Sveinsson. Hann var ásamt félögum sínum hjá Brimrúnu þeim Eiríkur Þórarinssyni og Herði Vilberg við prófanir á gervihnattarbúnaði. DÁSAMLEGT FYRIR STARFSEMINASteinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður flutti verslun sína og vinnustofu í gömlu verbúðirnar við Grandagarð fyrir tæpu ári. "Hér er gott að vera enda rýmið dásamlegt fyrir starfsemina. Það eru ekki jafn margir kúnnar sem rekast inn af götunni og í Bankastrætinu þar sem ég var áður en fólk kemur til að versla," segir Steinunn. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Undanfarin ár hefur Grandinn í Reykjavík tekið miklum stakkaskiptum. Margvísleg fyrirtæki og verslanir hafa sprottið upp á svæði sem eitt sinn var lagt undir starfsemi sem tengdist sjávarútvegi. Sigríður Björg Tómasdóttir blaðamaður og Stefán Karlson ljósmyndari tóku púlsinn úti á Granda í fallegu haustveðri og hittu fyrir fjölbreytilegan hóp athafnafólks. VIL EKKI VERA ANNARS STAÐARBergþóra Guðnadóttir hönnuður í Farmers Market."Ég þekki Grandann vel og vil hvergi annars staðar vera," segir Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og eigandi Farmers Market. "Ég og maðurinn minn [Jóel Pálsson] festum kaup á húsnæði fyrir verslun og vinnustofu fyrir nokkrum árum. Við fluttum okkur svo nýverið um set í stærra húsnæði og fáum mikla traffík hingað. Það hékk fólk á hurðarhúninum í morgun," segir Bergþóra en ný Farmers Market verslun er við Hólmaslóð 2. "Núna höfum við líka pláss fyrir vörur annarra og svo rekum við líltið gallerí á einum veggnum," segir Bergþóra sem sést hér á vinnustofu sinni. NÝFLUTTIRDavid og Emil í Kríu."Ég beið eftir því að þetta húsnæði yrði auglýst til leigu og stökk til þegar það var gert," segir David Robertsson annar eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu sem nýverið flutti af Hólmaslóð á Grandagarð. "Það er meira lif hér sem er gott fyrir okkur," segir David sem er hér með Emil Guðmundssyni meðeiganda sínum. VIÐ SJALDSÉÐAN GLUGGA Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður.Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður hefur verið með vinnustofu í verbúðunum við Grandagarð í nokkur ár. "Það er sífellt að færast meira líf hingað úti á Grandann sem er alveg frábært," segir Ragnheiður sem hefur opið á verslunartímum á vinnustofu sinni. "Ég er ein af fáum sem hef glugga í götuhæð á rýminu sem ég leigi, þannig að fólk sér að ég er við. Annars á fólk bara að vera ófieimið að taka í hurðarhúnana, hér er margt á seyði bakvið bláu dyrnar." LÖGMÁL MARKAÐARINSGuðlaugur Gunnarsson.Guðlaugur Gunnarsson hefur dagana á Fiskmarkaðnum við Grandagarð en hann flytur fisk út á fiskmarkaði í Bretlandi. "Maður græðir stundum og tapar stundum," sagði Guðlaugur sem var á þönum þegar Fréttablaðið bankaði uppá. "Annars er ekki meira að gerast hér á fimmtudögum, fyrrihluti vikunnar er fjörugri, þið ættuð að vera á ferðinni þá YNDISLEGTSigga Heimis hönnuður.Sigga Heimis hönnuður flutti vinnustofuna sína út á Grandagarð fyrir ári síðan. "Það er frábært að vera hérna. Ég reyni að hafa opið hér hjá mér fjóra daga í viku enda gert ráð fyrir því að starfsemin í verbúðunum sé opin gestum og gangandi. Ég er hér með sýnishorn af verkunum mínum til sölu," segir Sigga sem meðal annars hefur hannað fyrir Ikea. SAKNAR NEFTÓBAKSKARLANASveinn, Eiríkur og Hörður hjá Brimrúnu."Ég hef unnið hér úti á Granda síðan 1993 og breytingarnar eru gríðarlegar. Þá var höfnin miklu stærri og Slippurinn sömleiðs. Hér voru þá neftóbakskarlar og allt iðandi af lífi við höfnina, ég sakna þess," segir Sveinn Kristján Sveinsson. Hann var ásamt félögum sínum hjá Brimrúnu þeim Eiríkur Þórarinssyni og Herði Vilberg við prófanir á gervihnattarbúnaði. DÁSAMLEGT FYRIR STARFSEMINASteinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður flutti verslun sína og vinnustofu í gömlu verbúðirnar við Grandagarð fyrir tæpu ári. "Hér er gott að vera enda rýmið dásamlegt fyrir starfsemina. Það eru ekki jafn margir kúnnar sem rekast inn af götunni og í Bankastrætinu þar sem ég var áður en fólk kemur til að versla," segir Steinunn.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira