Erlent

Tvíburaturnarnir rísa aftur

Það var merkingarmikil stund þegar stálbitinn var dreginn upp á topp bygginarinnar.
Það var merkingarmikil stund þegar stálbitinn var dreginn upp á topp bygginarinnar.
Í dag var síðasta stálbita komið fyrir í "Turni 4" sem markar áfanga í uppbyggingu tvíburaturnanna á Manhattan í New York.

Beinagrind Frelsisturnsins sem stendur hjá er nú þegar hæsta bygging borgarinnar og á að verða 541 metra há eða 1,776 fet en Bandaríkjamenn fengu einnig sjálfstæði árið 1776.



Fleiri hundruð verkamenn voru viðstaddir í dag og fylgdust með þegar stálbitinn var dreginn upp með krana. Bandaríski fáninn var festur við bitann og það var merkingarmikil stund þegar hann var dreginn á topp byggingarinnar.

Allir sem að uppbyggingunni komu lögðu blóð, svita og tár í verkið, segir verkefnastjórinn John Rzeznik.

Rúmlega 3000 manns létu lífið 11. september, 2001 þegar hryðjuverkamenn al-Kaída samtakanna stýrðu tveimur farþegavélum inn í tvíburaturnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×