Fylgi nýnasista vex hratt 1. maí 2012 04:00 Þrátt fyrir augljós áhrif frá myndmáli þýskra nasista vilja liðsmenn Gylltrar dögunar ekki láta kalla sig nýnasista. Fréttablaðið/AP Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Flokkurinn var stofnaður fyrir nærri tveimur áratugum en hefur dregið að sér fylgi í efnahagsþrengingunum, sem hafa kostað fjölda fólks atvinnu og eftirlaun. Margir kjósendur virðast ætla að forðast hófsamari flokka sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin, hvort heldur þeir eru á vinstri eða hægri kantinum. Fólki finnst það svikið og leitar heldur til jaðarflokka sem hafa uppi stóryrði og boða róttækar breytingar. „Gyllt dögun er á móti þessu spillta valdakerfi. Allir þeir sem bera ábyrgð á sóun almannafjár verða að fara í fangelsi. Það er forgangsmál okkar,“ segir Ilias Kasidiaris, rúmlega þrítugur flokksfélagi sem var um skeið í sérsveit gríska hersins. Félagar flokksins klæðast svörtu, bera fána sem minna á þýska nasista frá Hitlerstímanum og merki flokksins er greinilega ættað frá nasistum. Samt neita þeir tengslum við þýska nasista, enda voru feður þeirra margra í andspyrnuhreyfingunni í Grikklandi og börðust gegn hernámi Þjóðverja. „Við erum grískir þjóðernissinnar. Ekkert meira og ekkert minna en það,“ segir Kasidiaris. Þeir hafa farið víða um land í kosningabaráttu sinni og heimsækja kaffihús og verslanir til að ræða við fólk. Þeir hafa safnað bæði matargjöfum og fötum til að afhenda fólki sem á í erfiðleikum. Þeir lofa því að reka útlendinga úr landi og tryggja öryggi fólks gegn glæpamönnum. Meðal annars vilja þeir loka landamærunum með jarðsprengjubelti til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda til Grikklands frá nágrannaríkjunum. Innflytjendur hafa sumir orðið illa fyrir barðinu á þessum harðskeyttu þjóðernissinnum undanfarnar vikur og mánuði. Afleiðingarnar hefur meðal annars mátt sjá á sjúkrahúsum. Mohammed, ungur maður frá Pakistan, liggur í sjúkrarúmi í Aþenu með brotið nef, umbúðir um höfuðið og hönd í gifsi. Á sunnudagskvöldið réðust 25 manns á Mohammed og félaga hans. „Þeir spurðu bara hvaða landi við kæmum frá og fóru svo að berja okkur – með höndum og spýtum og járnstöng,“ segir Ahmad, félagi Mohammeds. Ahmad er ekki á sjúkrahúsi en meiddist engu að síður á höfði og höndum. Þeir hafa ekki látið lögregluna vita af árásinni og vilja ekki koma fram í fjölmiðlum undir fullu nafni. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira