Innlent

Freyja býður sig fram til þings

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Freyja stefnir á að bjóða starfskrafta sína í Kraganum, eða SV-kjördæmi, en ákvörðun um skipun á lista liggur ekki fyrir frá hendi stjórnar flokksins.

Freyja segir að áhugi sinn á stjórnmálum hafi kviknað á þeim tíma sem hún starfaði á vettvangi stjórnlagaráðs, en fram til þess tíma hafi hún mest beitt sér í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks.

Freyja segir það ekki hafa heillað að starfa fyrir fjórflokkinn. "Björt framtíð er nýr flokkur sem birtist mér sem vettvangur þar sem stjórnmál eiga að vera afslöppuð og um leið ábyrg, áhersla er á róttækni í mannréttindamálum og unnið sé að jafnvægi á öllum sviðum samfélagsins. Það heillar mig." - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×