Innlent

Tókst ekki að brjóta öryggisgler

Brotist var inn í fyrirtæki í Keflavík um helgina og þaðan stolið tölvu. Þjófarnir komust inn um glugga með því að rífa upp stormjárn. Eftir að hafa látið greipar sópa reyndu þeir að brjóta rúðu í millihurð til að komast út.

Þar sem öryggisgler er í hurðinni tókst þeim ekki að mölva það og þurftu þeir því að skríða út um gluggann, sem þeir höfðu komist inn um. Upp komst um innbrotið eftir að öryggiskerfi í byggingunni fór í gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×