Innlent

Forsprakki Outlaws ennþá laus en þrír sæta gæsluvarðhaldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Víðir Þorgeirsson leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness, þegar gæsluvarðhalds var krafist.
Víðir Þorgeirsson leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness, þegar gæsluvarðhalds var krafist.
Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws-samtakanna, mun ekki sæta gæsluvarðhaldi, en Hæstiréttur Íslands staðfesti í morgun úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Aðrir þrír félagar í Outlaws sem Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað í gæsluvarðhald til 11. október munu hins vegar sæta gæsluvarðhaldi samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar.

Mennirnir voru allir handteknir í stórri aðgerð lögreglunnar fyrir helgi, ásamt tólf öðrum. Lögreglan hefur mennina grunaða um að hafa skipulagt árásir á hendur lögreglumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×