Innlent

Fimmtán ára í skilríkjasvindli

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu þá er pilturinn, sem um ræðir, fimmtán ára gamall. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti.

Pilturinn, sem var ölvaður, var færður á lögreglustöð og látinn bíða þar uns hann var sóttur. Lögregla tjáði honum að ef hann reyndi aftur að nota skilríki annars manns til að reyna að villa á sér heimildir yrði hann kærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×