Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn Hlíf Steingrímsdóttir og Kristjana G. Guðbergsdóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga. Á blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut, sem er eina sérhæfða blóðlækningadeild landsins, dvelst fólk sem haldið er ýmsum illkynja blóðsjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. Sjúklingarnir eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög ónæmisbældir og því gríðarlega viðkvæmir fyrir ýmiss konar sýkingum, oft í kjölfar þess að hafa gengist undir stífar lyfjameðferðir. Í hópi þeirra sem vísað er til blóðlækningadeildar er fólk sem hefur nýlega fengið erfiðar fréttir um að það sé haldið sjúkdómum á borð við bráðahvítblæði og þarf strax að hefja stranga lyfjameðferð. Aðrir sjúklingar eru verulega ónæmisbældir vegna síns sjúkdóms eða meðferðar og þurfa að dveljast í varnareinangrun til að verja þá gegn utanaðkomandi sýkingum. Þá kemur á deildina fólk með sýkingu sökum ónæmisbælingar sem oft kallar á sérstaka einangrun, svokallaða smitgát til að koma í veg fyrir að smit berist í aðra sjúklinga deildarinnar. Á deildinni eru jafnframt framkvæmdar háskammta krabbameinslyfjameðferðir með eigin stofnfrumuígræðslu sem hefur bætt verulega árangur meðferðar ýmissa illkynja blóðsjúkdóma og krefst varnareinangrunar í töluverðan tíma eftir meðferðina. Af ofan sögðu ætti öllum að vera ljóst að deild sem þessi ætti í nútímanum að búa við þær aðstæður að geta boðið öllum upp á einbýli með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Því miður búum við ekki við það í dag þótt starfsfólk geri sitt besta til að mæta kröfum um fyrsta flokks aðbúnað og þjónustu við þennan viðkvæma sjúklingahóp. Á blóðlækningadeild eru fjórtán rúm. Þar af eru sex á einbýlum en á tveimur þeirra er engin sturtuaðstaða. Það þýðir að viðkomandi sjúklingar þurfa að fara fram á gang til að komast í sturtu, sem er ekki ákjósanlegt. Ekkert fordyri er inni á herbergjunum, sem æskilegt væri vegna sótthreinsunarmála. Þá deila tvö tvíbýli salerni, sem þýðir að allt að fjórir sjúklingar nota þá eitt salerni. Oft kemur sú staða upp að vegna sýkingarhættu mega sjúklingar ekki deila salerni sem skapar mjög erfiðar og óásættanlegar aðstæður á deildinni. Stefnan á blóðlækningadeild er að tryggja öllum einbýli sem á þurfa að halda. Í þeim hópi eru sannarlega einstaklingar sem nýlega hafa greinst með illvígan sjúkdóma og glíma við það áfall auk þess að standa frammi fyrir strangri meðferð. Þó eru dæmi um að nýgreindir einstaklingar þurfi að deila sjúkrastofu með mjög veiku fólki vegna þess að einbýlum er ekki til að dreifa. Aðrir sjúklingar, sem sumir hverjir eru mikið veikir, liggja langa legu á deildinni. Aðstæður fyrir þá og aðstandendur þeirra eru ekki eins og best verður á kosið. Sjúkraherbergin eru lítil og þrengsli og plássleysi eru hluti af daglegum veruleika sjúklinga og venslafólks þeirra sem gjarnan vill eiga þess kost að verja sem mestum tíma með hinum sjúku. Í umræðu um stækkun Landspítala er að okkar mati brýnast að gefa gaum að aðstæðum sjúklinga. Stærri Landspítali snýst alls ekki um neitt pjatt heldur fyrst og fremst um meðferð og öryggi sjúklinga. Brýnt er að stækkun spítalans verði að veruleika til þess að mæta þeim kröfum sem nútíminn gerir til þessara þátta. Hversu lengi geta sjúklingarnir okkar beðið?
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun