Sat í stúkunni með tárin í augunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2012 07:00 Rakel Dögg er byrjuð að spila handbolta á ný með Stjörnunni. Mynd/Valli 22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira